Eftirvæntingin eykst.

Nú er bara rúmur hálfur mánuður þangað til barn Sigurrósar og Jóa á að fæðast.  Ég var því fegin á föstudaginn að vera orðin mun betri af flensunni og gat farið með Guðbjörgu, Karlottu og Ragnari í bæinn, en Guðbjörg var að fara með fullt af barnafötum og öðru sem hún er að lána systur sinni. Hún var líka að hjálpa henni með ýmsa hluti eins og að klára að setja saman kommóðu fyrir barnafötin og fleira.
Í dag fórum við Haukur svo sömu erindagjörða, fara með skiptiborð og lítið hvítt rúm  og Haukur var að klára að setja saman skúffuskáp  undir vélarnar í þvottahúsinu sem Guðbjörg var byrjuð á á föstudaginn en náði ekki að klára vegna tímaskorts.

Þessi skemmtilega mynd af þeim hjónunum var tekin af ljósmyndara fyrir svona mánuði

bumbul1.jpg

Það er greinilegt að lífið hér er að komast í fastari skorður eftir að ég komst á fúkkalyfið  og vonandi fer ég að hafa meira úthald til þess að setjast við tölvuna. 
Læt þetta duga í bili og bið ykkur vel að lifa.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Eftirvæntingin eykst.

  1. Hulla says:

    Æðisleg mynd. Og stor kúla. Mikið skil ég að þig hlakki til 🙂
    Gott að þú ert að hressast, farðu nú vel með þig svo þú náir að hressast að fullu.
    Kossar og knús héðan.

  2. Svanfríður says:

    Þetta er falleg mynd af fallegu fólki:)

  3. afi says:

    Háspenna
    Tíminn líður hratt og brátt verður spennufall. Eintóm lukka.

  4. júlli says:

    hej
    hæ amma og afi.
    Ég er kominn með blogsíðu.
    Hafi þið það gott.
    Kveðja Júlíus

  5. Anna Sigga says:

    Flott kúla!
    Já hún er myndarleg bumban og Sigurrós lítur mjög vel út. Ég ætla að spá því að hún gangi með þrjá daga fram yfir og ég fái skemmtilega afmælisgjöf… 😉 Farðu vel með þig Ragna mín!

  6. Þórunn says:

    Flott mynd
    Mig langar bara að segja, „þetta er fallegasta óléttumynd sem ég hef séð“ alveg frábær.
    Kær kveðja Þórunn

Skildu eftir svar