Magnað sólarlag í kvöld.

Mér brá þegar ég leit út um stofugluggann í kvöld um klukkan sjö og sá hvernig himininn leit út. Það er best að hver dæmi fyrir sig, en ég verð að játa að mér fannst þetta hálf óhugnanlegt.

solarlag28.02.07jpg.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Magnað sólarlag í kvöld.

  1. Magnús Már says:

    Geimskip
    Ég tók líka eftir þessu – var eins og geimskip kæmi siglandi yfir þorpið. Mögnuð sýn.

  2. Þórunn says:

    Sannarlega magnað
    Það eru orðin mörg sólarlögin sem þú hefur sýnt okkur, en þetta slær allt út. Mjög sérstakur þessi rauði litur, þetta hefur sennilega aðeins staðið stutta stund, þakka þér Ragna mín hvað þú ert glögg og snögg að taka myndir.
    Kveðja að sunnan, Þórunn

  3. afi says:

    Flott
    Er ekki hægt að tala um flottan óhugnað? Þetta kemst nálægt því að minnsta kosti.

  4. Linda says:

    Vá.. þetta er mögnuð mynd Ragna.. Flott að hafa náð að festa þetta á filmu..
    Myndin fyrir neðan finnst mér líka svakalega falleg..

  5. Hulla says:

    Stórkostlegt
    BARA frábær mynd. Dálítið skelfileg.
    Það er eins og hún sé ekki ekta, eins og sé málað inn á hana eða eitthvað þannig.
    Þetta er himinn sem maður sér ekki oft. Þú ert endalaus snillingur að taka myndir.
    Hlakka til að sjá ykkur.
    Knús og kossar…

Skildu eftir svar