Karlakóramót.

Í gær, laugardag,  fór ég á frábæra skemmtun hérna á Selfossi þegar sjö karlakórar komu saman og sungu hver í sínu lagi og síðan nokkur lög allir saman. Þar sem karlakórssöngur er mitt uppáhald þá var þetta algjört konfekt.


Oddur og Karlotta voru hjá mér í nótt og við fórum svo saman í sunnudagaskólann í morgun. Alltaf svo gaman að finna barnið í sér og njóta þess að fara í sunnudagaskólann og syngja saman hreyfisöngvana og annað. Við komum svo hérna heim og bökuðum skonsur og lituðum myndirnar í sunnudagaskólabókunum og horfðum á Mary Poppins á Videoinu. Þau eru nú farin heim en amma er ein eftir í kotinu.  Haukur er reyndar að klára vinnusyrpuna í dag en þar sem ég fer í bæði saumaklúbb og að hitta gömlu (nú verða þær móðgaðar, Avon ladies) vinkonurnar úr Borgartúninu annað kvöld þá tók því ekki að Haukur kæmi austur fyrr en á þriðjudag. Ég vona bara að veðrið verði skárra á morgun. Mikið skelfing er leiðinlegt þegar það er rigning og rok.


Sigurrós mín var að skanna inn fyrir mig nokkrar nýjar myndir úr Englandsferð okkar Guðbjargar http://ragna.betra.is/myndir/england03 og nokkrar af barnabörnunum  http://ragna.betra.is/myndir/barnabornin03


Þar sem ég á ekki von á fleiri tíðindum í dag þá læt ég þetta duga.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar