Karlotta ömmustelpan mín er 10 ára í dag.

Hún fær mínar allra bestu afmælisóskir á þessum sólskinsdegi.

karlott.jpg

Annars héldu Þau Karlotta, Guðbjörg, sem á afmæli á morgun og nafni minn Ragnar Fannberg sem á afmæli 26. mars saman upp á afmælin sín í gær. Við sem vorum á Árborgarsvæðinu og ekki þurftum að halda yfir ófæra Hellisheiðina, létum okkur ekki vanta í veisluhöldin.

Að venju var myndavélin með í för en mér láðist að taka mynd af þeim þremur afmælisbörnunum saman. Ég bæti bara úr því einhvern daginn.

Hér er litli snúður með mömmu og Oddi Vilberg að lesa bók frá Sigurrós,
á meðan beðið var eftir gestunum. 

 afm2.jpg

Hér eru ungar dömur við barnaborðið.

afmm4.jpg

 Hér eru svo frændurnir Ragnar og Rúnar Ingi að
spjalla saman, en um hvað,  er ekki gott að segja.

 afmr3.jpg

það er alltaf svo gaman að fara á mannamót og ekki verra þegar um er að ræða afmælisveislur.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Karlotta ömmustelpan mín er 10 ára í dag.

  1. Guðlaug Hestnes says:

    hvaðan..
    kemur nafnið Karlotta? Til hamingju með þessar fallegu ömmustelpur. Farðu vel með þig, því nú styttist óðum í sólina.

  2. Guðlaug Hestnes says:

    mér…
    láðist að geta þeirra frænda sem eru á neðstu myndinni. Þeir eru sko að kveðast á!

  3. Guðlaug Hestnes says:

    þeir frændur…
    eru að kveðast á. Sá til vinstri hefur örlítið betri stöðu!

  4. afi says:

    Kappræður?
    Það er margt skeggrætt þessa dagana. Þessir ungu herramenn láta sannarlega ekki sitt eftir liggja.

Skildu eftir svar