Litla ömmustúlkan skírð í dag.

Ég hef verið í Reykjavík síðan á miðvikudagsmorgun og kom heim í kvöld.  Ég ætla ekki að eyða einu orði á það sem ég var að bralla í bænum þennan tíma,  fyrir utan það sem gerðist í dag því ekkert jafnast á við það.

Litla yndislega ömmustelpan mín var skírð í dag heima hjá ömmu sinni í Hraunbænum, nákvæmlega tveimur vikum eftir að hún fæddist – upp á mínútu. Séra María Ágústsdóttir héraðsprestur skírði litlu stúlkuna sem hér kúrir í fangi móður sinnar en pabbi hennar hélt henni undir skírn. Eftir sjálfa skírnina þá söng Karlotta fallegan barnasálm fyrir okkur.

ragnabjork3.jpg

Þetta var yndisleg athöfn þar sem aðeins nánasta fjölskyldan var viðstödd og nafnið?  Hér fáið þið að sjá það

ragnabjork1.jpg

Við ömnmurnar urðum báðar jafn undrandi, því hvorug hafði átt von á nöfnu sinni. Þetta var því óvænt ánægja.

Hér er mynd af rígmontnu ömmunum með Rögnu Björk

ragnabjork2.jpg

Nú vona ég að þessi tvö nöfn muni alltaf fylgja henni saman enda fara þau vel þannig sem eitt nafn.

Að lokum verð ég að setja inn mynd af ríkidæmi mínu
dætrunum með börnin sín.

rikidaemi.jpg

Ég þakka fyrir daginn í dag, sem er einn af þessum hamingjuríku dögum sem ætið fylgir manni í ljúfri minningu .

Myndirnar mínar eru hér  og færslan hennar Sigurróar og myndir eru hér

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

8 Responses to Litla ömmustúlkan skírð í dag.

  1. Svanfríður says:

    Og nafna var það heillin! Til hamingju með allt saman, afmælin öll og skírnina. Nafnið er fallegt og passar vel saman. Þú átt fallegar dætur og enn fallegri barnabörn-til hamingu með þetta allt saman.

  2. Ragna á AK says:

    Sæl nafna mín
    Við sendum okkar innilegustu hamingjuóskir með litlu nöfnu þína. Hún er yndisleg eins og hin börnin.Kveðja til Hauks
    R og M

  3. Hulla says:

    :o)
    Til hamingju með nöfnu þína. Ofsalega fallegt nafn.
    Líði ykkur sem best.
    Knús á pabban minn.
    Hulla og Eiki

  4. Til hamingju!
    Þú ert rík kona Ragna mín, börnin eru yndisleg og nafnið er alveg stórfínt. Þetta hefur verið eftirminnilegur dagur hjá fjölskyldunni.

  5. Þórunn says:

    Hamingjuóskir
    Innilega til hamingju Ragna mín, það er enginn endir á hamingjudögunum hjá þér. Þú ert svo sannarlega rík að eiga svona yndislega fjölskyldu. Og nafnið á þeirri litlu er mjög fallegt, til hamingju með það. Ég verð líka að segja hvað mér finnst þú alltaf fallega klædd.

  6. Ragna says:

    Þakka þér fyrir kveðjuna
    og „komplimentið“ Þórunn mín. Ekki er það nú af því að þessi föt séu ný eða nýjasta tíska, heldur er ég svo fastheldin á eitthvað sem mér hefur liðið vel í að ég dreg það fram ár eftir ár þó annað nýrra sé á boðstólum.

  7. Ragna says:

    Kærar þakkir
    til ykkar allra fyrir góðar kveðjur.

  8. Ingunn og John says:

    Til hamingju
    Elsku Ragna mín,
    við óskum þér innilega til hamingju með nöfnu. Hún er svo sæt ,það var mynd af henni með Sigurrós þar sem hún er BROSANDI, hún birjar snemma. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar.
    Ingunn og John.

Skildu eftir svar