Hvað er í gangi?

Ég var óvenju hress þegar ég vaknaði í morgun.  Sterarnir eru greinilega farnir að virka. Nú þarf ég bara að trappa mig niður á þeim á viku og þá verður vonandi allt orðið mjög gott.  

það var ekki sömu sögu að segja um elsku Jazzinn minn því hann virðist vera eitthvað mikið lasinn í dag.  Hann blikkaði ekki einu sinni augunum þegar ég, óvenju hress og glöð, snaraðist út til að fara í útréttingar sem ég hef trassað.  Ég beindi fjarstýringunni að honum og hann bara lét eins og ég væri ekki til og ekkert gerðist. Ég ákvað þá að opna með lyklinum og prufa að starta – en sama sagan hann er bara alveg meðvitundarlaus.

Haukur fór yfir til Stefáns nágranna til að athuga hvort hann ætti startkapal – hugsið ykkur að þurfa startkapal fyrir bíl sem ekki er orðinn ársgamall -. Jæja hvað um það. Ekki veit ég hvað hefur komið fyrir Hauk hjá nágrannanum því það er kominn klukkutími frá því hann fór yfir og það hefur ekkert bólað á honum til baka ennþá .

Ég vona bara að þetta sé ekkert smitandi.

———–

Meira síðar.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Hvað er í gangi?

  1. Þórunn says:

    Ja hérna
    Og það er ekki mánudagur, ekki 13. dagur mánaðarins og hvað er hægt að telja fleira upp? Þetta er hreint ekki eðlilegt og ekki heldur að Haukur skuli ekki skila sér. Ég vona að hann sé kominn heim og Jazzinn sé vaknaður og í fullu fjöri.
    Kveðja Þórunn

  2. Linda says:

    Elsku Ragna,
    Til hamingju með litlu nöfnuna og ársafmæli litla nafnans..
    Afsakið hversu seint ég kem með kveðjuna, hér er allt búið að vera á fullu.. segi frá því síðar þegar tími er kominn..
    Vona að bílinn fari að vakna til meðvitundar svo þú getir brunað um götur bæjarins..

    Bestu kveðjur..

  3. Svanfríður says:

    Svona geta þessir karlar verið-kjaftað á þeim hver tuska. Svo segja þeir að við séum slæmar:)
    Er hann annars ekki kominn aftur-klukkan hjá þér er rúmlega 14 þegar ég skrifa þetta?:)

  4. Ragna says:

    ha,ha.ha. Karlmenn
    Jú Svanfríður mín, Haukurinn er kominn í sitt horn núna. Hann kom rúmum klukkutíma seinna eftir að drekka kaffi hjá nágrannanum sem kom síðan með honum til baka. Bílnum var startað með startköplum og ég á að mæta með hann á verkstæði klukkan 4 til að láta mæla hann upp.

  5. Ingunn Lofts says:

    Til hamingju með nöfnuna;)
    Ég lenti einu sinni í því að ljósin leiddu út sem gerði það að verkum að bíllinn varð rafmagnslaus… úff vona að ég lendi aldrei aftur í því veseni;)

  6. Kolla frænka says:

    Sæl frænka og til hamingju með nöfnuna, þetta er mjög fallegt nafn…

Skildu eftir svar