Njótum hvers dags.

Ég tók daginn snemma og mætti með Jazzinn í smurning klukkan 9 í morgun. Hann hefur ekkert verið að stríða mér með frekara rafmagnsleysi og vandamálið í vikunni því hið dularfyllsta mál.

Ég var svo að byrja að þrífa hjá mér eftir hádegið þegar hringt var og spurt hvort ungur herra mætti aðeins koma í heimsókn til ömmu á meðan foreldrarnir skryppu í STYRK. Amma hélt það nú og við vorum hér í góðu yfirlæti að skoða það sem amma var að klára að tildra upp hjá sér fyrir páskana.

Amma er óhætt að toga í þetta?

vajpg.jpg

Við drukkum svo kaffisopa hérna saman þegar þau komu úr ræktinni og svo var knúsað og ferðalöngunum sem leggja í norðurferð á morgun óskað fararheilla og beðið fyrir góðar kveðjur í höfuðstað norðursins.

Ykkur kæru bloggvinir sendi ég líka góðar kveðjur  og óska ykkur góðrar helgar. Njótið hvers dags og því sem þeir bjóða uppá.

Bókin um hamingjuna segir að í dag sé pistillinn

Bara að eyða lífi sínu í félagi við fjölskyldu sína og vini
er næg ástæða
til að gleðjast.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Njótum hvers dags.

  1. afi says:

    Ákkúrat
    afi tekur þig svo sannarlega á síðustu orðunum. Ekki verður vinnan að þvælas fyrir honum þessa dagana. Öðruvísi méráður brá. Þá var það undntekning ef afi var ekki að vinna þessa hátíðisdaga. Mikið er hún falleg myndin af litla drengnum og páskaskrautinu. Gleðilega hátíð.

Skildu eftir svar