Heyrumst betur seinna.

Nú ætla ég að slökkva á tölvunni minni og reyna að komast af án hennar þangað til um miðjan maí. Vonandi held ég það út en ég veit alveg að ég fæ fráhvarfseinkenni og hugsa látlaust til ykkar kæru netvinir. Stundum þarf maður bara að beita sig hörðu.  Kannski stelst ég nú til að kommentera eitthvað hjá ykkur þrátt fyrir tölvubindindið, en ég ætla ekki að setja inn nýja færslu.  Á meðan skulum við hugsa um þetta

Lífið er ekki kapphlaup.
Einu verðlaunin sem eru þess virði
að vinna, eru ást og kærleikur
fjölskyldu og vina.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Heyrumst betur seinna.

  1. Svanfríður says:

    Elsku Ragna mín-kærar þakkir fyrir fallega kveðju á síðunni þinni og minni. Góða ferð út og góða skemmtun mín kæra. Ég hlakka til að heyra frá þér og ferðinni þegar þú kemur heim aftur.
    Kveðjur, Svanfríður og co.

  2. Guðlaug Hestnes says:

    góða ferð…
    í sólina mín kæra og hafðu það alveg ofboðslega gott.

  3. Linda says:

    Góða ferð
    Hafið það sem allra best í fríinu og sólinni..
    Bestu kveðjur

  4. Ragna M says:

    kveðja
    Sæl nafna mín ég datt inn á bloggið þitt og sá að þið eruð að bregða ykkur af bæ og í fyrsta lagi óska ég ykkur gleðilegs sumars sem ég veit að verður með eindæmum gott og einnig góða ferð og góða heimkomu.
    Sjáumst í sumar í kapphlaupi eftir litla gullinu. Bestu kveðjur til ykkar Hauks frá okkur hjónakornunum í Huldugili..

  5. Sjálf says:

    Kaer kvedja
    Kaer kvedja elskurnar mínar. Eg er bara ad lata ykkur vita ad eg var ad hugsa til ykkar. Her er yndislegt ad vera og loftslagid frabaert. Lidi ykkur ollum vel.

  6. Þórunn says:

    Góða skemmtun
    Það var gott að heyra að ykkur líkar vel þarna og líður vel. Njótið sem best.
    Þórunn

  7. afi says:

    Náðugir dagar
    Vonandi upplifið þið gott frí og náðuga daga.

Skildu eftir svar