Hvílíkt og annað eins?

Pakka niður í ferðatösku – Humm, kannski ekki það rétta?  Sagði ekki einhver að það gæti verið kalt á kvöldin?  Þá passar þetta ekki , allt of mikið af hýjalíni – Taka upp úr ferðatösku – snúast í hringi – Pakka aftur niður í ferðatösku, einhverju hlýju í þetta skiptið  – Úps,  allt of mikið komið í töskuna. Byrja upp á nýtt.

Ætli maður verði svona ruglaður með aldrinum, eða hefur bara öll orka og vit fokið burtu með djúpu lægðunum í vetur?  Eitthvað er það.  Ég hef ekki kynnst svona háttalagi áður.

Nú býð ég góða nótt og dreymi ykkur vel.  Ætli mig dreymi ekki fljúgandi hlýraboli og stuttbuxur sem ég á að vinna mér til lífs að handsama.  Ekki skrýtið að svefninn sé eitthvað köflóttur hjá þeirri gömlu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Hvílíkt og annað eins?

  1. Þórunn says:

    Að pakka niður
    Eitthvað kannast ég við þennan sjúkdóm, að pakka niður og taka upp aftur. Mér finnst það alveg sjálfsagt, því að á endanum fer það örugglega í töskuna, sem best er að hafa með sér. Ég get að minsta kosti ekki kvartað við neinn nema sjálfa mig ef eitthvað gleymist. En einu flaska ég alltaf á, ég hef of mikið með mér, hvernig sem ég reyni að setja sem fæstar flíkur niður. Gangi þér vel að pakka Ragna mín og góða ferð. Þórunn

  2. Ragna says:

    Þú hittir einmitt naglann á höfuðið. Mér finnst ég einhvern veginn vera með allt of mikið í töskunni svo þegar ég fer yfir þetta til að taka frá, þá er allt eitthvað svo nauðsynlegt. Það er alltaf eitthvað vesen að pakka þegar maður fer á nýjan stað. Allt í lagi til Danmerkur og svoleiðis. En þarna þarf að vera klár í dans á hverju kvöldi og hvaðeina.

Skildu eftir svar