Næsta röð afmælisbarna

Þrjú frændsystkin dætra minna eiga afmæli í dag og í gær.  Það eru þau Pétur, sem er fyrsta barnabarn tengdamömmu fæddur 1970 og Heiður sem er fædd 1987, en þau áttu afmæli í gær og svo er það hann Unnsteinn okkar sem er fæddur 1986, en hann á afmæli í dag. 

ég óska afmælisbörnunum innilega til hamingju með afmælin. 

Svo hefði hann pabbi minn orðið 99 ára gamall á morgun, en hann lést mánuði eftir að Sigurrós fæddist. Það verða sko bakaðar pönnukökur á næsta sumardaginn fyrsta því pabbi fæddist þann dag og þó að það væri bara stundum rétta dagsetningin þá hélt hann alltaf upp á afmælið sitt á sumardaginn fyrsta.

Ég á nú enga mynd af frændsystkinunum saman því Pétur býr í Ameríku og þegar hann kom síðast þá var ég ekki búin að fá Digital vélina mína svo ég birti hérna mynd sem ég rændi í myndaalbúmi Sigurrósar af þeim Unnsteini og Heiði þegar frændsystkinin hittust á leikja- og spilakvöldi, en föðurfjölskylda stelpnanna minna er mikið spilafólk og gleðipinnar.

spilakvold_fraendsystkina_018.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar