Aftur um tæknina

og nú langar mig ekki til að vera með. Ég las það í fréttablaðinu í morgun að nú fengjust heitir pottar með innbyggðum tölvum og ekki nóg með það, þeir eru líka með sjónvarpsskjám, DVD spilurum og heimabíói frá þekktum framleiðendum. Svo er hægt að fá fjarstýringar með pottinum og rúsínan í pylsuendanum er, að fyrir utan það að geta verið í pottinum sjálfum þá má einnig nota þær innan úr húsi.  Bíddunú við , hver er tilgangurinn með því?

Er þetta ekki alveg "typiskt" fyrir þessa mikilvægu stressuðu Íslendinga sem telja sig fara í heita pottinn til þess að slappa af og taka svo allt heila stressdótið og áreitið með sér í pottinn. Ekki liggja þeir í pottinum til að horfa upp í himininn eða hlusta á fuglana.  Ekki veit ég hvað er að fólki???. Kannski er ég bara svona "nobody" sem kemst af án þess að hafa tölvu, sjónvarp og DVD , GSM og allt það með mér í heita pottinn. Fyrir utan það að ég á ekki heitan pott, ha, ha. En þau skipti sem ég er í bústað með heitum potti þá elska ég að vera  í heitu vatninu, horfa upp í himininn, hlusta á fuglana og tæma algjörlega hugann af öllu stressi.

Ég legg nú ekki meira á ykkur kæru vinir.  Ég er agndofa yfir þessari frétt. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar