Innilega til hamingju Svanfríður, Bert og Eyjólfur

Guðlaug Hestnes ég óska ykkur ömmu og afa líka innilega til hamingju. Þakka þér fyrir að leggja í orðabelginn og segja okkur fréttirnar.  3.815gr. fínn strákur.   Ég skil vel að margar tilfinningar brjótist um í brjósti þér í dag. Mér fannst nógu erfitt að vera á Selfossi þegar yngri dóttirin var að fæða í Reykjavík, hvað þá heldur ef hún hefði verið í Ameríku. 

Ég veit að allir bloggvinirnir okkar sem kíkja á mína síðu verða ánægðir að sjá að barnið er komið. Svanfríður uppfyllti sem sé þá ósk mína að eiga áður en ég fer í ferðina góðu.

Viltu skila góðri kveðju til hennar og ég vona að þeim heilsist vel.

Bloggið mitt í dag er sem sé  um hana Svanfríði vinkonu okkar sem var að eignast barnið sem við höfum beðið eftir.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Innilega til hamingju Svanfríður, Bert og Eyjólfur

  1. Guðlaug Hestnes says:

    hann er…
    dásamlegur, og takk fyrir kveðjuna, ég kem henni til skila. Fékk mynd áðan og uhmmmm, hann er fullkominn. 10 fingur og 10 tær, og svei mér ef hann líkist ekki stóra bróður nýfæddum. Takk og bless.

  2. Linda says:

    Já hann er sko alger fullkomnun þessi drengur.. stór og með fullt fullt af hári..

  3. Ragna says:

    Vá, ertu búin að sjá hann? Ég bíð bara spennt eftir myndum.

Skildu eftir svar