Myndirnar komnar inn.

Þá eru myndirnar úr ferðinni okkar loksins komnar inn og ef ykkur langar til,  þá er hægt að skoða þær hér . Þær eru nokkuð margar og einfaldast að skoða þær sem Slideshow. Þá er hægt að stjórna stærð myndrammans og hversu lengi myndin á að birtast, allt frá 1 sekúndu.  Ég setti þetta nú inn holt og bolt og á eftir að taka eitthvað til hendinni við að eyða út og setja texta. Ég vildi hinsvegar ekki tefja það lengur að koma þessu á síðuna því það er alltaf verið að spyrja mig hvernær myndirnar komi eiginlega.

Þið sem skoðið myndirnar sjáið hvað það er blómlegt og fallegt þarna á Amerísku ströndinni á suðurhluta Tenerife. Reyndar eru líka myndir úr hringferðinni okkar og ótrúlegt hvað þær komu þokkalega út enda stór hluti þeirra tekinn út um gluggann á rútunni sem ók á fleygifrð eftir þjóðveginum. Ég hinsvegar gat ekki sætt mig við að taka bara myndir á þessum fáu stöðum sem stoppað var á.

Ég hef þetta ekki lengra í bili. Þar sem veðrið er svo rysjótt að það gekk ekki eftir að við gætum unnið í garðinum í dag, þá ætla að byrja að setja texta á eitthvað af myndunum og athuga hvað ég man af því sem Sigurrós var að sýna mér um helgina í sambandi við stuttu videotökurnar sem eg tók á myndavélina mína í ferðinni. 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Myndirnar komnar inn.

  1. afi says:

    Velkomin
    Þetta hefur verið mikil ævintýraferð. Flottar myndir.

  2. Guðlaug Hestnes says:

    gott..
    að ferðin var góð, og velkomin heim.

  3. Linda says:

    Velkomin heim Ragna mín.. myndirnar eru alveg yndislegar, og sérstaklega þessi sem er af þér á náttsloppnum.. 🙂
    Hún fékk mig til að brosa..

    Bestu kveðjur

  4. Ragna says:

    Hei, þaða er sko bannað að hlæja að gömlum konum á náttslopp- allavega ekki nema svona brosa út í annað. Þú hefðir nú öfundað mig í Tyrkneska baðinu og nuddpottunum korteri eftir að myndin var tekin.
    Kær kveðja
    Ég sjálf

Skildu eftir svar