Gott að ylja sér á hlýjum minningum.

Það kemur sér vel núna að eiga hlýjar og ljúfar minningar til að ylja sér við þegar hitastigið rétt hangir í þremur gráðum og hávaðarok fylgir.

Þessi mynd var tekin á ensku kaffihúsi í klukkutíma göngufjarlægð frá okkur
á Tenerife, en þangað fórum við nokkrum sinnum til þess að fá gott kaffi og
góðar kökur, en Spánverjar fengu ekki góða einkunn fyrir þetta tvennt.

sol1.jpg

Ekki hefur enn viðrað til garðverka sökum kulda og hræddust er ég um að rósirnar mínar hafi ekki lifað þetta kuldakast af því það virðist ekkert lífsmark með þeim. Hinsvegar virðist allt annað vera á lífi og töfratréð mitt virðist hafa spjarað sig í gegnum veturinn og er allt að springa út þrátt fyrir kuldann og kirsuberjatréð virðist líka í lagi. En þeir á veðurstofunni lofa okkur nú fallegu Hvítasunnuveðri svo það ætti ekki að vera langt að bíða þar til hægt verður að koma garðinum í sumarbúning.  Kannski er þetta nú ekkert seinna en venjulega. Það ruglar mann sjálfsagt eitthvað að vera að koma úr umhverfi þar sem allt er í fullum blóma.

 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Gott að ylja sér á hlýjum minningum.

  1. Linda says:

    Ja hérna
    Ja hérna, ekki nema 3 gráður!!
    Það er naumast að veturinn ætlar að tóra.. hér síðustu daga hefur veðrið verið ofsalega fallegt, fór meira að segja upp í 30 gráður í gær og er von á meiri hita í dag.. Ég myndi glöð senda þér nokkrar gráður í pósti ef hægt væri, bara svo þú gætir hlúð að rósunum þínum..

    Bestu kveðjur yfir hafið..

Skildu eftir svar