Gaman, gaman

Mikið var gaman um síðustu helgi að fá að hafa hana nöfnu sína í heimsókn alla helgina. Hún var þó ekki ein hjá ömmu því auðvitað fylgdi mamma með líka af því hún geymdi matarbirgðirnar. Þetta var eiginlega í fyrsta skiptið síðan Ragna Björk fæddist sem við höfum eitthvað getað verið með hana. Það munar svo miklu um hverja vikuna hjá þessum nýfæddu einstaklingum. Fyrstu vikurnar eru svo aðgerðarlitlar en svo allt í einu eru þetta orðnar svo miklar persónur. Við nöfnurnar þurftum margt að spjalla þessa fyrstu samveruhelgi okkar.

05__19_ragna_bjork__vika_10_045.jpg

Hrókasamræður í eldhúsinu

ragnabjork_amma_afi1.jpg
Svo var hreint ekki slæmt að hvíla sig aðeins á öxlinni á ömmu sinni.
vinkonur.jpg

Já það má með sanni segja að það sé gaman að eiga orðið fjögur yndisleg barnabörn.

Eftir rúma viku verður líklega mikið fjör þegar Guðbjörg og Magnús Már fara í skólaheimsókn til Englands og við í Sóltúninu og amma og afi sem koma frá Akureyri passa í sameiningu Selfossbarnabörnin. Það er ekki ólíklegt að einhverjr myndir rati hér inn á síðuna mína í tilefni af því.

ÉG ÓSKA ÖLLUM ÁNÆGULEGRAR OG GÓÐRAR HVÍTASUNNU.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Gaman, gaman

  1. Simmi says:

    Æ hvað þetta eru sætar myndir af ykkur 🙂
    Hlakka til að koma í kaffi í Sóltúnið. Sjáumst í júní…

  2. Svanfríður says:

    Mikið eru þetta fallegar myndir en myndin af ykkur Hauk með litluna er yndisleg. Svipurinn á Hauk er æðislegur.

  3. Linda says:

    Mikið er hún falleg hún nafna þín.. Alveg yndislegar myndir, og ég er sammála Svanfríði vinkonu minni, svipurinn á Hauki er alveg stórkostlegur.. 😉

    Bestu kveðjur yfir hafið..

  4. afi says:

    Dámsemd
    Ó, er ekki lífið dásamlegt. Þið eruð svo sætar.

Skildu eftir svar