Litli Rafvirkinn.

Hann Ragnar Fannberg á áreiðanlega eftir að verða einhverskonar rafmagnsmaður. Hann er svo heillaður af rafmagni og ljósum að hann byrjar alltaf á því að kanna þau mál þar sem hann kemur og undrunin og ánægjusvipurinn er alltaf jafn mikill þegar hann finnur slökkvara sem hann nær að kveikja á sjálfur.  Svona hefur hann verið frá því hann var langt innan við ársgamall. Honum tókst alltaf að skríða og komast þar undir sem fjöltengi eða annað var sem hann gat ýtt á takkann á að ég nú tali ekki um þegar hann var farinn að standa upp og slökkva á sjónvörpum og útvörpum sem hann náði í.

Þessum myndum náði ég af honum um daginn þegar hann var sem oftar að kanna rafmagnsmálin hjá henni ömmu sinni og afa í Sóltúninu. Afi er ekki langt undan svo engin slys verði nú á litla rafvirkjanum. 

rafmagn1.jpg

 Nú er ég búinn að finna rofann og þá er bara að
kveikja og slökkva og kveikja aftur – gaman gaman.
Best að fá sér bara sæti á meðan.
rafmagn3.jpg

En afi verður að taka þátt.  Sko, það kom ljós afi!

rafmagn4.jpg

Má ég svo ekki aðeins kveikja á ljósinu í glugganum?

rafmagn2.jpg

Svo freistaði auðvitað þurrkarinn og það þurfti aðeins að kíkja á takkana á honum.

rafmagn5.jpg
Já það eru sko ævintýri við hvert fótmál fyrir fólk á þessum aldri.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Litli Rafvirkinn.

  1. amma á Ak says:

    Var að sjá litla tæknimanninn. Kemur ekki á óvart. Áfram Ragnar Fannberg
    Amma á Ak

Skildu eftir svar