16. og 17. júní á Selfossi.

Það hefur verið svo mikið að gera í skemmtilegheitunum um helgina að í dag er maður bara að safna aftur kröftum.  Haukur hefur reyndar yfir svo miklum kröftum að ráða, að hann lagði af stað ásamt Bjarna bróður sínum austur á land eldsnemma í morgun.

Fjörið byrjaði strax á laugardaginn þann 16. þegar ég tók þátt í mínu fyrsta kvennahlaupi. Mig hefur oft langað en hélt að maður yrði að hlaupa alla leiðina og það hefur mér ekki litist á. Við Guðbjörg  fórum hinsvegar í kraftgöngu, hún með Ragnar í kerrunni og ömmu másandi við hliðina á sér þá 4,8 km. sem vi völdum að fara. Karlotta valdi sér hinsvegar lengstu vegalengdina og hljóp hana alla ásamt vinkonu sinni – húrra fyrir þeim. 
Þegar við komum til baka tóku á móti okkur Oddur yfirlögregluþjónn og aðstoðarmður hans – nei, nei það var ekki af því við hefðum eitthvað svindlað heldur sæmdu þeir okkur gullmerki dagsins. Mikið rosalega var ég montin þegar ég kom heim með medalíu um hálsinn. Nú er ég staðráðin í því að fara í kvennahlaupið á hverju ári.

kvensk.jpg

Eftir afrek dagsins var maður kominn í svo mikið stuð að ekki kom til greina annað en að fara eftir kvöldmatinn í Hólmaröstina á Stokkseyri þar sem Örvar Kristjánsson og Hjördís Geirs voru með dansiball.  Þetta er stærsti og besti danssalur sem við höfum hingað til dansað í en það voru sorglega fáir mættir – aðallega þó dansfólk úr Reykjavík.

Svo rann upp 17. júní og enn var endorfinið í hámarki og ekki var við annað komandi en að fara í skrúðgöngu og taka síðan þátt í hátíðarhöldunum. hérna á Selfossi. 

Hér hittum við Selmu Jóa og krakkana fyrir utan Vallaskóla.

sautjan2.jpg

Allir í góðu skapi en það var full vinna að passa blöðrurnar.

 sautjan4.jpg

Hér er Grundartjarnarfjölskyldan í Eden.

sautjan1jpg.jpg

Auðvitað þurfti litli rafmagnsmeistarinn svo að athuga öll ljósin sem voru hringinn í kringum hringekjuna, ekki bara eitt heldur hvert og eitt

sautjan6.jpg

Afi þurfti svo  að kíkja innum gluggann á öllum fornbílunum.  

 sautjan5.jpg

Eftir kvöldmat þá var enn haldið af stað í trimm því Árborg býður alltaf upp á gömlu dansana í Tryggvaskála að kvöldi 17. júní. Við vorum því mætt þar á slaginu átta, um leið og harmonikuleikararnir og dönsuðum til klukkan ellefu, þegar ég uppgötvaði allt í einu að kannski væri komið nóg þessa helgina því fæturnir voru að byrja að bögglast undir mér. Við drifum okkur því heim enda átti Haukur eftir að pakka niður fyrir ferðalagið með Bjarna bróður sínum.

Ég læt hér lokið dagbókarfærslu minni um þessa skemmtilegu helgi.  Verst að eiga ekki myndir úr dansinum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to 16. og 17. júní á Selfossi.

  1. karlotta says:

    17. júní
    já það var mjög gaman á 17.júní
    og mjög gaman með Ragnari í hringegjuni
    karlotta

  2. Amma á Selfossi says:

    Það var gaman að sjá Karlotta mín að þú hefðir lagt orð í belginn. Nú ert þú orðin svo stór að þú bjargar þér bara sjálf með svona smáræði eins og að leggja orð í belginn hennar ömmu.
    Amma sendir stórt knús til þín.

  3. Hulla says:

    Þið eru ótrulega duglegar!!!
    Sjáumst eftir 30 daga 🙂
    Hlakka órtúlega til…
    Knús og kossar

  4. Þórunn says:

    Gleði-helgi
    Til hamingju Ragna mín með þitt fyrsta hlaup og greinilega ekki það síðasta. Þetta hefur sannarlega mikil gleðihelgi, ótrúlega margt í gangi þarna. Það er bæði svo gaman að hlaupa og dansa, ég elska hvoru tveggja. Kær kveðja til ykkar í Sóltúninu frá Austurkotungum.

Skildu eftir svar