Haldið upp á 120 ár.

Það er alltaf gaman að fara í gleðskap og að þessu sinni var haldið upp á 120 ár. Þau komu alla leið frá nyrstu Ameríku til þess að halda upp á þessi tímamót Ingunn og John og lögðu fram sín 60 árin hvort.
Ég kvartaði yfir því um daginn að eiga ekki góða mynd af þeim saman á stafrænu formi. Nú notaði ég tækifærið og bætti úr því.

 ingunn2.jpg

Ég fékk far með "Selfoss rútunni"  en það kalla ég stóra bílinn þeirra í Grundartjörninni.  Við vorum ýmislegt að snúast og fórum svo til Sigurrósar og Jóa til að hafa fataskipti áður en við mættum í veisluna í Garðabæinn til Lindu.

Hér er mynd af Ingunni með vinkonunum sínum og
gömlu skólasystrunum úr Gagnfræðaskólanum. 
F.v. Rannveig, Lilja, Ingunn, Erna og Ann Helen

 

ingunn1.jpg

Það var gaman að hitta þessar hressu stelpur aftur, reyndar hittumst við þegar Þau Ingunn og John héldu upp á fimmtugsafmælin sín hérna heima. Þessar stelpur voru alltaf svo svakalega hressar og ég get ekki annað séð en að þær séu það allar enn.  Það hristir alltaf svo vel upp í minningunum þegar maður hittir fólk, sérstaklega einhverja frá barnæsku eða  frá unglingsárunum eins og í þessu tilviki.
Mér fannst svo fallegt af Lilju í ræðunni sinni, að þakka tengdamömmu fyrir það hvað hún hafði heimilið alltaf opið fyrir þeim öllum þó það væri oft mikið fjör og fyrirferð á þeim.  Ég man hvað tengdamamma var síðan ánægð með það, eftir að Ingunn flutti til Ameríku, þegar einhver þeirra komm í heimsókn til hennar. Erna var duglegust við það.

Nú er best að koma sér úr minningunum yfir í  raunveruleikann.  Hér eru myndirnar sem ég tók í afmælinu í gær.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Haldið upp á 120 ár.

  1. Anna Sigga says:

    Þau bera aldurinn vel :o)
    Gaman að því að þú skyldir aðeins ná að hitta á pabba og mömmu á Hellu. Hittir þú þá tvíburana líka. Þeir eru búnir að vera þar í viku, komu í bæinn með afa sínum og ömmu í afmæli Bríetar í dag og fóru aftur austur (völdu það sjálfir) með afanum og ömmunni. Pabbi er að fara í þrekpróf á þriðjud. morguninn og strákunum stóð til boða að vera í bænum þangað til og fara austur aftur þá. Hulda og vinkona hennar fara svo á Hellu um næstu helgi og verða tvær vikurþar á eftir en strákarnir koma heim en eiga svo sjálfsagt eftir að fara eitthvað til föðurforeldra sinna á Eyrarbakka.

Skildu eftir svar