Góð áminning.

Enn einu sinni gefur bókin min góða um hamingjuna mér heilræði. Mér brá svolítið þegar ég opnaði á þessari síðu því ef ég á að vera heiðarleg, þá játa ég að ég á það til að vera nokkuð dómhörð. En hvernig voga ég mér, með alla mína galla, að vera að dæma aðra.
Heilræðin í textanum hérna fyrir neðan er því þörf áminning.

Hamingjan felst í því að
læra að skilja fjölskyldu og vini,
í stað þess að dæma.

Ég hefði viljað hafa textann almennari og láta standa "læra að skilja aðra í stað þess að dæma", en rétt skal vera rétt svona stendur þetta í bókinni.

Með þessum orðum óska ég ykkur kæru vinir góðrar helgar, megi lánið leika við ykkur og sólin baða ykkur í geislum sínum.  

ragnar_fannberg.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar