Ef einhver vill vita,

þá er ég á lífi. Meira að segja alveg sprell lifandi eftir að hafa verið á Jótlandi í brúðkaupsveislu og eins og segir í vísunni "Herleg brúðkaupsveislan var…." Ferðasasga og myndir koma einhvern næstu daga. Eina mynd ætla ég þó að birta.
Er hægt að hugsa sér meir rómantík en þarna birtist???

brudkdk1jpg.jpg

Í dag er í mörgu að snúast  því þrátt fyrir að ég sló garðinn daginn áður en ég fór fyrir aðeins viku síðan þá er komið svo mikið gras aftur að fóðra mætti með því einn eða fleiri hesta vetrarlangt fyrir utan allt annað sem fer í órækt á ekki lengri tíma en viku.

Við erum því á fullu að gera garðinn aftur fínan, taka upp úr töskum og ganga frá, þvo og koma okkur á réttan kjöl. Auðvitað langaði mig mest til að koma myndunum mínum í albúm og vera smá í tölvunni en skyldustörfin verða að ganga fyrir svo maður geti með góðri samvisku farið í hitt og notið þess. 

Þetta verður því ekki lengra í bili.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Ef einhver vill vita,

  1. Sigurrós says:

    Velkomin aftur, og takk fyrir afmæliskveðjuna í blogginu þínu um daginn – held ég hafi gleymt að þakka fyrir!

    Varðandi grasið, þá býrðu nú í „sveit“… þú hlýtur að geta fundið eina eða tvær rollur einhvers staðar til að sleppa á beit í garðinum 😉 Bara kósí og skemmtilegt fyrir barnabörnin!

  2. Þórunn says:

    Velkomin heim
    Sæl Ragna mín, mikið hefur verið gaman að skreppa í þetta brúðkaup. Myndin er sannarlega rómantísk, ekki hægt að hafa fallegri bakgrunn fyrir brúðhjónin.
    Bestu kveðjur frá vinum ykkar í Portúgal

Skildu eftir svar