Mikið fjör

Í gær var Sléttusöngurinn hérna á Selfossi, í Gestskógi. Leonora afastelpa hefur verið hjá okkur núna og hún var auðvitað tekin með í sönginn og flugelddasýninguna.  Það var mikill fjöldi fólks á öllum aldri, allt frá ungbörnum í vögnum upp í gamalmenni og eins og alltaf var sungið af mikilli innlifun við gítarspil og harmonikur í tæpa tvo tíma, eða þar til flugeldasýningin hófst.

Þessi mynd er tekin þegar eldurinn var farinn að að kulna
og tré hafði verið hent á glóðina.

balid.jpg

Í dag fórum við svo á Stokkseyri með Leonoru og Odd Vilberg
í Töfragarðinn og á Veiðisafnið.

Það sem var skemmtilegast í Töfragarðinum var að hoppa eins og myndin sýnir.

tofrag.jpg

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar