Er á lífi.

Hvílíkt annríki hjá gömlu konunni. Ég var á ættarmóti á Hellu á laugardaginn og fór síðan í heilmikið frðalag norður og austur og var að koma heim áðan. Siðan fer ég í fyrsta saumaklúbb vetrarins til Reykjavíkur á morgun.  Ja, hérna.
Ég hef ekki orku til að skrifa núna en langaði til að senda ykkur öllum góðar kveðjur.

það verður ekki langt að bíða eftir því að ég buni út úr með ferðasögunni og setji inn nokkrar myndir.  

Bless í bili.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Er á lífi.

  1. Svanfríður says:

    Loksins loksins! Ég var farin að hafa áhyggjur af þér vinkona-ekkert blogg og engin kveðja hjá mér:) Gott að heyra frá þér aftur..ég var næstum því farin að leita en sá svo að mér því ég hefði aldrei fundið þig hér í Cary!

  2. Guðlaug Hestnes says:

    Mkið…
    var Ragna mín, velkomin heim!

  3. afi says:

    Óvænt
    Það var sérlega óvænt að hitta þig á Hellu þennan dag. Komust þið að Odda?

  4. Ragna says:

    Óvænt og skemmtilegt.
    Já það má nú segja afi að þetta var óvænt ánægja. Ég var þarna á ættarmóti með föðurfólki stelpnanna minna og fyrsta stoppið átti að vera á Odda. Við fórum hinsvegar að Keldum, í bústaðinn í Sælukoti og að Geldingarlæk þaðan sem tengdapabba var.

Skildu eftir svar