Döpur í dag

Síminn hringdi þegar ég var að koma inn um dyrnar í morgun. Haukur svaraði, en rétti mér síðan símann. Í símanum var hún Tóta mín af Ásveginum og ég heyrði strax að það var eitthvað mikið að.  Hún var að tilkynna mér að hann Siggi væri dáinn, hann hefði orðið fyrir slysi í gær. Ég vissi strax hvaða slys það hefði verið því það varð dauðaslys á Suðurlandsveginum milli Hveragerðis og Sellfoss í gærkveldi. Ekki datt mér í hug að þar hefði hann æskuvinur minn verið á ferð. Það er sorglegt fyrir hanaTótu mína sem er orðin níræð, að fá ekki að kveðja á undan sextugum einkasyni sínum.

Við Siggi vorum óaðskiljanlegir vinir alla mína barnæsku og sem börn lékum við okkur daglega saman og svo var skotist á milli húsa á kvöldin  en þá var undirrituð svo myrkfælin að þau á Ásvegi 11 urðu að standa í dyrunum þangað til sú stutta var tryggilega komin upp á tröppur og búin að opna dyrnar heima.  Við vorum líka alveg viss um að við yrðum hjón en þegar að unglingsárunum kom þá var það auðvitað ekkert inni í myndinni. En vináttan hélst alla tíð, þó það væri aðallega hjá henni Tótu minni, sem ég frétti af mínum gamla vini eða hitti hann.  

Ég á svo ótalmargar minningar frá bernskunni okkar og þessa mynd sem tekin var á jóladag þegar við vorum sjö ára gömul hef ég alltaf  haldið mikið uppá,  en hún er gott dæmi um það hvað okkur þótti vænt hvoru um annað.

Ég kveð ykkur döpur í bragði.

sgudm.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Döpur í dag

  1. Svanfríður says:

    Elsku Ragna mín. Ég samhryggist þér innilega með fráfall vinar þíns. Ég sit hér og faðma þig í huganum.
    Kærleikskveðjur úr litlu bláu húsi, Svanfríður.

  2. Þórunn says:

    Sorgin
    gerir ekki boð á undan sér, og það er erfitt að þurfa á sjá á eftir góðum vini, hvað þá syni sínum. Við vottum þér samúð, en mikið átti gott að eiga þessar góðu minningar um æskuvin þinn. Þórunn og Palli í Austurkoti

  3. Hulla says:

    Elsku Ragna mín. Við hérna sendum þér óteljandi knús og vottum þér samúð okkar.
    Ég veit þú ert með mikið af góðu fólki við hliðina á þér sem heldur utan u þig.
    Ástarkveðjur frá okkur öllum

  4. Kolla frænka says:

    Ég samhryggist þér innilega elsku frænka! Lífið tekur stundum óvænta stefnu..

  5. Eva says:

    Ég votta þér samúð mína Ragna mín. Það er alltaf skelfilegt áfall þegar heilbrigt fólk ferst af slysförum.

  6. Linda says:

    Mikið afskaplega þykir mér sorglegt að heyra um fráfall vinar þíns, elsku Ragna mín.. Ég sendi þér mínar dýpstu samúðarkveðjur..
    Myndin af ykkur er alveg yndislega falleg og auðsjáanlegt að þar eru góðir vinir sem haldast í hendur..

    Bestu kveðjur,
    Linda

  7. Guðlaug Hestnes says:

    Elsku Ragna
    Innilegar kveðjur frá Hornafirði. Fallega myndin segir margt, en lífið er snúið. Guðlaug Hestnes

Skildu eftir svar