Fallegt augnablik.

Veðrið hefur verið fallegt í dag og birt eftir því sem liðið hefur á daginn. Þegar við sátum og horfðum á sjónvarpsfréttirnar áðan þá tók ég eftir því að fallega birtu lagði inn um stofugluggann. Ég þurfti ekki meira til en spratt á fætur náði í myndavélina og stökk út á pall aðeins á stuttermabolnum og tók m.a. þessa mynd áður en ég dreif mig aftur inn í hlýjuna.

haust07.jpg

Þar sem ég verð mjög upptekin næstu daga þá á ég ekki von á öðru innleggi hér fyrr en eftir helgi.

Líði ykkur öllum vel og njótið lífsins og hvers annars.

Máninn kemur mér til að brosa.
Hefur þú nokkurn tímann séð ólukkulegan mána?
Brostu stundum til baka til hans.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Fallegt augnablik.

  1. Kári says:

    Mjög fallegur næturhiminn verð ég að segja.

  2. Sigurrós says:

    Já, þetta er falleg mynd.

  3. Svanfríður says:

    Fallegur er hann, himininn. Ég sakna hans-hann er oft fallegri heima en hér eins og svo margt annað.

  4. Anna Sigga says:

    Augnakonfekt!
    Takk fyrir að fá að njóta! Farðu vel með þig!

Skildu eftir svar