Gaman, gaman.

Já það var svo sannarlega gaman hjá okkur í kvöld því við fengum góða gesti í heimsókn.

Þegar ég vissi að Þórunn og Palli væru að koma í heimsókn til Íslands frá Portúgal þá lagði ég inn pöntun um að fá þau í mat til okkar á Selfoss. Í dag var svo komið að því að hitta þau mætu blogghjón aftur og svo náði ég að fá hana Gurrý, sem lengi hefur búið í Jordaniu og við þekkjum svo vel af blogginu, til þess að koma líka.
Gurrý var ég að hitta í fyrsta skipti,  en  það varð til þess að í kvöld náði ég því takmarki að hafa hitt alla þá sem eru á tenglalistanum mínum sem sem kallast  Föstu bloggvinirnir.

Í tilefni af þessari góðu gestakomu þá tók ég þessar myndir.

Hér sjáum við þær stöllur Þórunni og Gurry í góðum félagsskap Palla.

heimsokn2.jpg

og hér ræða þeir Palli og Haukur málin

heimsokn1.jpg

 Mér finnst vel við eigandi að taka svo í lokin texta úr bókinni um hamingjuna.

"Við skulum vera þakklát því fólki
sem gleður okkur;
það eru hinir gæskuríku garðyrkjumenn
sem fá sálir okkr til að blómstra"

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Gaman, gaman.

  1. Sigurrós says:

    Mér finnst svo stórkostlegt hvað bloggið þitt hefur fært þér marga góða vini 🙂

  2. Guðlaug Hestnes says:

    gaman…
    þetta hefur verið gaman með stóru G!

Skildu eftir svar