Hverjum á að trúa þegar allir segjast segja satt?

Já, nú haldið þið að Ragna sé loksins að koma með einhverja vitræna færslu en því miður er ekkert slíkt að finna hér.  Ég ætla þó aða leyfa fyrirsögninni að standa þrátt fyrir það að ég er búin að eyða út öllum textanum sem ég var búin að skrifa um pólitík síðustu daga.  Ég sá að best væri að láta það öðrum, pennafærari mönnum og konum eftir, að sinna þeim málaflokki sem pólitíkin er.

Mig langar hinsvegar til þess að óska ykkur góðrar helgar og auðvitað fletti ég upp í bókinni góðu og þegar ég opnaði hana blasti þessi lesning við mér stórum stöfum.

"Sá sem veit að nóg er nóg
mun ætíð hafa nóg.

Gangið svo að venju hægt um gleðinnar dyr.
En umfram allt eigið þó skemmtilega helgi.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Hverjum á að trúa þegar allir segjast segja satt?

  1. Guðlaug Hestnes says:

    sannleikurinn!
    Sami grautur í sömu lygaskálinni, spilling og græðgi og hana nú.

  2. Svanfríður says:

    Eigðu góða helgi sjálf mín kæra.

  3. Svanhvít says:

    kveðja
    Sæl Didda mín, bara láta vita að ég skoða síðuna þína og hef gaman af.
    kveðja frá Gufuskálum.
    Dandý

  4. afi says:

    Varasamt.
    Stór varasamt er að bollaleggja, hvað þá skrifa um pólitík síðustu daga. Það sem satt er í dag er lýgi á morgun. – Njóttu helgarinnar.

  5. Þórunn says:

    Takk fyrir síðast
    Ég voga mér ekki að leggja neitt til málanna í pólitíkinni, mér blöskrar bara þessi læti. En mig langar að þakka fyrir góða samverustund á föstudaginn var, mikið var ég heppin að hitta á mæðgurnar Sigurrós og Rögnu Björk hjá ykkur. Ég hef skoðað síðurnar þeirra svo lengi að mér fannst ég þekkja þær svo vel. Bestu kveðjur frá okkur Palla,
    Þórunn

  6. Ragna Björk says:

    Sæl nafna
    Sæl og blessuð nafna og þjáningarsystir. Gaman að rekast á bloggið þitt. Fallegt nafn sem ömmustelpan þín fékk og frábær mánuður sem hún er fædd í. Gangi þér allt í haginn.

Skildu eftir svar