Tralla,lalla, la.

Ég hef nú aldeilis haft öðrum hnöppum að hneppa undanfarna daga en að vera í tölvunni, eins og  glögglega má sjá á færslufátækt á heimasíðunni minni.
Það hefur staðið til lengi að mála holið og stofuna. Um daginn kom ég mér í gírinn og byrjaði að mála hjá mér holið og Haukur hjálpaði mér síðan að klára. Svo leið dagur og annar dagur og enn annar dagur án þess að haldið væri áfram inn í stofuna.  Einn daginn þegar Haukur var farinn í aukavinnuna sína þá ákvað ég að vera líka dugleg og snaraði mér í málningargallann og byrjaði að mála stofuna vitandi það, að ef ég væri að gefast upp þá myndi Haukur draga mig að landi. Sú björgun fór fram í gær og nú er stofan  nýmáluð og fín.  Í dag hef ég svo verið að þrífa og koma hlutunum í eðlilegt horf aftur. 

Eitt er alveg á hreinu,  stofan verður ekki máluð hér næstu 10 árin.  Ef þið heyrið mig tala um að fara að mála stofuna áður en 10 ár eru liðin, þá er rétt að hnippa í mig og benda mér á að lesa þessa dagbókarfærslu og ef ég man ekki um hvað málið snerist, þá er rétt að senda mig í rannsókn því þá er ég komin með alvarlegan gleymskusjúkdóm. Þetta er nefnilega eitt af því sem mér finnst svo glatað að þurfa að gera, að ekki sé nú talað um allt vesenið og raskið.

En nú er þetta búið    Tralla, lalla, la!

Ég óska ykkur  Góðrar helgar  með þessu heilræði:

Það má alltaf finna fjölmargar ástæður
til þess að láta sér líða vel og besta leiðin
til þess er að byrja á því að brosa.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Tralla,lalla, la.

  1. ohh ohh
    Guð hvað þú hlýtur að vera sæl. Til lukku, þrisvar sinnum. Má bjóða þér austur í eitt eldhús?

  2. afi says:

    Réttur gír.
    Dugnaður er þetta. það eru fleiri sem eiga eftir að koma sér í rétta gírinn og taka upp pensilinn og rúlluna. Mestur tíminn fer í að velja rétta litinn.

  3. Ragna says:

    Fínn litur.
    Guðlaug mín, það er nú einn hængur á þessu, það á nefnilega eftir að mála eldhúsið hjá mér. Ég gæti hinsvegar alveg hugsað mér að koma einhverntíman í eldhúsið þitt og þiggja kaffibolla með þér.
    Þetta með að velja litinn Afi, þá var ég búin að fara margar ferðir á löngum tíma og skoða litaprufur og hafa með mér heim og þegar ég sá síðan að það var alltaf sami liturinn sem mér fannst helst koma til greina þá valdi ég hann að lokum. Ekki spillir nafnið en hann heitir Cappucino og ég er rosalega ánægð með hann.

  4. Svanfríður says:

    Þótt ég sé lík móður minni þá hef ég verið svikin um eitt úr genum hennar en það er að hafa gaman af því að mála…semsagt að mála á veggi eða spýtur..við hjónin þyrftum að mála hér inni hjá okkur en við sjáum til hvernig það á eftir að ganga. Ef það gengur ekki þá er það einfaldlega framtaksleysi.En þú ert dugleg að skvera þér í málningarvinnu. Hafðu það gott mín kæra. Svanfríður.

Skildu eftir svar