Í dag er það brandari,

sem ég fékk sendan í tölvupósti.  Ég læt hann flakka enda svo sem ekkert nýtt í fréttum.

"Elsku mamma,

Fyrir ári síðan lét ég skipta um alla glugga í húsinu . Ég keypti þessa dýru tvöföldu með orkusparandi einangrunarhúðinni. Svo í gær, ég meina það sko, hringdi verktakinn sem seldi mér rúðurnar. Hann sagðist hafa lokið verkinu fyrir einu ári, og ég hefði enn ekki borgað honum eina krónu.  Þó ég sé ljóska þarf það ekki að þýða að ég sé nautheimsk. 

Ég sagði honum að flinki og vel talandi sölumaðurinn hans sem talaði við mig, hefði fengið mig til þessara kaupa á grundvelli þess að þessar rúður myndu borga sig upp sjálfar á einu ári.  
 

Hallóó!? Núna er nefnilega liðið nákvæmlega eitt ár!  Þá kom löng þögn í símann, svo ég lagði bara á.Hann hringdi vitanlega ekki tilbaka, hann vill náttúrlega ekki viðurkenna hversu vitlaus hann er!  Kær kveðja

þín JKL"

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Í dag er það brandari,

  1. afi says:

    Gott mál
    Þá veit maður, hvað á að gera þegar keypt er eitthvað sem á að borga sig upp á tilteknum tíma. Það var og.

  2. ljóskur..
    Það er ekki á þær logið! Kveðja í bæinn

Skildu eftir svar