Daman orðin stór.

Mér finnst svo gaman í lok hverrar viku að bíða eftir samanburðarmyndunum af henni Rögnu Björk, ömmustelpunni minni og honum Herbert dúkkustráknum hennar Sigurrósar.

Þessi mynd er tekin núna um helgina
þegar mín varð 8 mánaða gömul

ragnabj_herb1.jpg 

.. og þessi er tekin þegar hún var 6 vikna gömul.

 ragnabj_herb_2.jpg

Það hefur orðið mikil breyting á, bæði hvað varðar stærð og getu.   Annars er hægt að sjá allt um hana nöfnu mína á hennar eigin heimasíðu sem er hér.

Í dag á ég von á því að hafa öll barnabörnin mín í kringum mig og þá ætla ég að reyna að ná mynd af þeim saman, hvernig sem það gengur nú.  Ég á alveg eins von á því að enginn verði á myndinni því ég sé fyrir mér að einn hlaupi úr mynd og annar skríði og þeir eldri elti.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Daman orðin stór.

 1. °Guðlaug Hestnes says:

  gleði gleði gleði..
  gleði líf mitt er. Þetta litla kirkjulag á sko alveg við tilefnið. Njóttu dagsins.

 2. Hún á afmæli í dag
  Innilegar hamingjuóskir með afmælið mín kæra tengdamóðir og takk fyrir allar kræsingarnar í gær. Njóttu dagsins.

 3. afi says:

  Til lukku.
  Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.

 4. Rut says:

  Til hamingju
  Elsku Didda mín!
  Innilega til hamingju með daginn, vona að þú hafir það sem best.
  Kær kveðja, Rut.

 5. Þakka ykkur fyrir kveðjurnar og Magnús minn þakka þér fyrir að gera þeirri gömlu skil á heimasíðunni þinni, ég hef fengið bæði hringingar og netkort út á það 🙂

 6. Guðlaug Hestnes says:

  hún átti…
  afmæli hún Ragna…Innilega til hamingju, svona á maður að fá að vita ÁÐUR en dagurinn rennur upp! Kær kveðja frá okkur Bróa.

 7. Hulla says:

  Elsku Ragna okkar.
  Takk fyrir dásamlega súpu og frábært spjall á föstudaginn sl.

  Innilegar hanmingjuóskir með daginn.
  Vona að þú hafir átt ótrúlega góðan dag 🙂
  Kveðja frá öllum héðan…

Skildu eftir svar