Að lífið sé skjálfandi – líkar mér ekki.

Ég vil bara í ljósi færslunnar sem ég ritaði fyrr í dag láta það koma skýrt fram að dansinn minn orsakaði ekki alla jarðskjálftana sem við höfum upplifað síðasta einn og hálfa tímann. Frekar óhugnarlegt, en þessir skjálftar eiga upptök sín hérna  við Laugardæli, þar sem ekið er úr bænum í austurátt. 

Sem sagt við Laugardæli en ekki í Sóltúninu, bara svo það sé á hreinu.  Nú er best að fá sér eitt Sherrystaup áður en flaskan þeytist út á gólf í næstu hrinu og brotnar. Mér er alveg sama þó það standi ekki í leiðbeiningunum að það eigi að fá sér Sherry það hefur örugglega gleymst að setja það inn.  Nú er nefnilega nauðsyn. 

 S  k  a a a á l    !!!

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Að lífið sé skjálfandi – líkar mér ekki.

  1. Hulal says:

    Æ dúllan mín… Hristist hjá ykkur, Vona að þér hafi liðið pínu betur eftir staupið.
    Knús á þig og pabba

  2. Þórunn says:

    Góða ferð
    Mér fannst dásamleg frásögnin þín af dansinum í kringum ferðatöskuna, vonandi er nú komin endanleg ákvörðun um hvað skal hafa með. Ég fæ líka smásnert af þessum dansi þegar ég legg upp í ferðalög, oftasts felast mistök mín í því að taka of mikið með mér. Það er best að taka nógu lítið með sér í svona ferð til að hafa pláss fyrir þær ómótstæðilegu flíkur sem verða á vegi manns.
    Bestu kveðjur frá okkur Palla og takk fyrir samveruna í síðustu viku.
    Þórunn

  3. Svanfríður says:

    Um leið og ég heyrði um skjálftann fór skjálfti um mig (hahahaha-ég er svo fyndin) og varð mér hugsað til þín. Fékkstu þér sherry? Fékkstu þér líka vodka? gastu bara ekki pakkað niður á meðan allt reið yfir..sett töskurnar við opna fataskápana og látið allt falla ofaní?
    En gott,mjög gott að allt sé í lagi því skjálftar geta hrætt mann.
    Góðar kveðjur, Svanfríður

Skildu eftir svar við Þórunn Hætta við svar