Nýjárskveðja.

gaml1jpg.jpg 

Ég óska ykkur kæru vinir mínir nær og fjær
gleði og friðar á árinu 2008 og vona að þið náið
að koma settum markmiðum ykkar í framkvæmd.
Um leið vil ég þakka ykkur fyrir
góða samveru á árinu sem er að líða.
Sú samvera, hvort sem hún
hefur verið augliti til auglitis eða hérna í
tölvunni minni hefur nú verið lögð inn í minnisbankann
þar sem hún mun varðveitast með öðrum góðum minningum.

—————-

Farsældina getum við fundið
þegar við lærum að sætta okkur við
að sumum hlutum fáum við ekki breytt.
En mörgu getum við breytt,
höfum það í huga á nýju ári.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

8 Responses to Nýjárskveðja.

  1. Páll E Jónsson says:

    Gleðilegt ár.
    Komdu sæl Ragna.
    Ég óska ykkur frænda alls hins besta á komandi ári um leið og ég þakk ómetanlega vináttu ykkar.
    Kærar þakkir fyrir frábærar móttökur í haust og ánægjulegar samverustundir, það er gott að eiga minningar um slíkar stundir.
    Kær kveðja.
    Palli

  2. nýtt ár!
    Elsku Ragna, gleðilegt ár til þín og þinna. Nú er nánast heilt ár liðið síðan við komum til ykkar….og það hefur flogið hjá. Líði ykkur vel.

  3. Guðlaug Hestnes says:

    heyrðu…
    mig nú frú Ragna! Þú sko keyrir ekki framhjá aftur….Kveðja í kotið.

    • Jenny says:

      Sæl og bsseluð öll !!ég fer annað slagið inn á síðuna og les og hef mikið gaman af þótt ég skrifi sjaldan nokkuð til baka. Það gengur ekki svo vel svona með einn putta.!!!Mikið er gott hvað strákunum já og ykkur öllum virðist líða vel í Hafnarfirði.                              Mamma (amma Katrín )er glöð heyra það, hún var alin upp í Hafnarfirði í gamla bænum á Brekkugötu 9 að ég held.   Ömmukveðja og knús til allra duglegu strákanna.  : )

  4. afi says:

    Gleði og hamingja
    Góða Ragna. Óska þér og þínum gleði og hamingju á hinu ný fædda ári. Þakkir fyrir öll góðu skrifin þín.
    Kveðja afi.

  5. Linda says:

    Gleðilegt ár elsku Ragna og takk fyrir alla skemmtilegur pistlana á nýliðnu ári..

  6. Svanfríður says:

    Gleðilegt ár elsku Ragna mín og takk fyrir allt gott á árinu. Hugsaðu þér, í dag er heilt ár og tveir dagar síðan við sáumst!!! Tíminn líður hratt.
    hafið það gott nú sem ætíð. Svanfríður

Skildu eftir svar