Mér hlotnaðist sá heiður eftir áramótin að fá að fara með hann Ragnar Fannberg í aðlögun á leikskólann. Þetta er heilmikið prógram og ég fékk stundaskrá til þess að vita nú alla tilhögunina. Hann nafni minn var sá eini af börnunum sem kom með ömmu með sér því foreldrar komu með hinum börnunum. En þegar maður á foreldra sem báðir eru kennarar og þeir þurfa að vera mættir á sama tíma til þess að taka á móti öðrum börnum,  þá er gott að luma á ömmu sem er sko alveg til í svona verkefni.

Amma hafði nú smá áhyggjur af því hvernig sá stutti myndi bregðast við því að eiga að vera skilinn eftir á ókunnugum stað. Áhyggjur ömmu voru hinsvegar óþarfar því  minn var svo spenntur að skoða allt sem í boði var og svo var hægt að kíkja út um gluggann og sjá bílana á planinu fyrir framan. Þar var bæði mjólkurbíll og lögreglubíll. Löggan var samt ekkert að eltast við mjólkurbílstjórann heldur voru hvorttveggja feður að leiða börnin sína fyrstu skrefin út í lífið. Eftir að hann nafni minn var búinn að skoða öll ljósin á staðnum, kíkja út um alla gluggana og skoða hvað var til af dóti  og sýna ömmu bókakostinn á staðnum, þá var ömmu sagt það fyrst af öllum að þetta gengi nú svo vel að amma mætti fara frá í klukkutíma en koma þá aftur. 

 leiksk2jpg.jpg

Mikið var amma nú montin að vera fyrst send í burtu.  Þegar hún kom út þá þorði hún þó ekki annað en kíkja aðeins inn um gluggann til þess að sjá hvort allt væri í lagi, þá mætti hún augnaráði litla snúðs sem vinkaði glaðlega þá fór amma róleg í burtu þennan klukkutíma.

Það var ausandi regnveður og hvasst þennan dag svo ömmu datt ekki í hug að börnin yrðu látin vera úti, en þegar hún kom aftur eftir klukkutímann  voru börnin í aðlöguninni úti á leikskólalóðinni að leika sér. Amma áræddi, þrátt fyrir kvef og vesaldóm, að fara aðeins út og smella mynd af litla lsnúð þar sem hann var umkringdur yngismeyjum.

 

Hér er

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar