Nú leggst ég undir feld og hugsa ráð mitt.

Úti er alltaf að snjóa og snjóa og snjóa.
Það þurfti ekki meira til en það, að ég var boðuð í saumaklúbb til Reykjavíkur á morgun, að allt færi á bólakaf í snjó.  Það er ekki spurning hvað veðrið hefur orðið ótrúlega mikil áhrif á líf mitt.  Það þarf ekki alltaf snjó til að maður leggi ekki í að fara í bæinn í saumaklúbba og annað, því í nánast allt haust var ýmist þoka, vatnsveður eða stormur, eða allt saman, að ekki sé minnst á hálkuna.  Ég verð bara að segja að þetta er að verða dulítið þreytandi.  Humm, verð að taka þetta til alvarlegrar athugunar.

Hér er Haukur úti að moka

 snjor1jpg.jpg

Svo braut Haukur sér leið meðfram húsinu að  pallinum til þess að sópa snjóinn af rennunum og bæta aðeins korni í fyrir fuglana sem hafa verið að koma einn og einn og setjast á rennurnar en kornið þar var allt á kafi í snjó og verður sjálfsagt strax aftur með þessu áframhaldi, en það má samt reyna.

Hér eru snjómyndirnar sem ég tók áðan.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Nú leggst ég undir feld og hugsa ráð mitt.

  1. snjór!
    Það meira að segja snjóar hér. Af öllum stöðum. Kveðja í bæinn, og farðu varlega.

  2. Hulla says:

    VÁÁ
    Æðislegar myndir.
    Ég fæ bara pínu fiðring í loðskóna mína sem ég keypti mér áður en við komum heim í fyrra, en þá var allur snjór farinn og ég arkaði um á loðnum múmbúts.
    Hjartanskveðjur héðan.

Skildu eftir svar