Pælingar og enn meiri pælingar.

Ég var að taka stóra ákvörðun í vikunni, ákvörðun sem skiptir mig miklu máli, svo vert er að vanda vel til verksins.
Hugmyndina að þessari ákvörðun fékk ég fyrst í fyrravetur, síðan hugsaði ég nú ekki mikið um hana í sumar, en í haust fór hugmyndin að ásækja mig að nýju. Þar sem þessi hugmynd hefur ekki látið mig í friði undanfarið þá ákvað ég núna í vikunni sem leið  að breyta þessari hugmynd í ákvörðun eftir að hafa velt henni fyrir mér á alla kanta og séð að hún þyrfti að komast á framkvæmdastig.

Fyrsta stig framkvæmdarinnar hefur verið nokkuð tímafrekt því ég hef legið á netinu  og skoðað þar og pælt, svo bæði bloggi og  öðru hefur verið ýtt til hliðar.  Það þarf nefnilega að leggja fram talsverða vinnu til þess að finna réttu úrlausnina svo betur  verði af stað farið en heima setið.  

Nú er ráðning gátunnar kæru bloggvinir, í ykkar höndum.  Allir mega taka þátt í að upplýsa hvað er í gangi hjá henni rugluðu Rögnu.

Einhvern næstu daga  birti ég síðan úrlausnina.

Lifið heil kæru vinir og  líði ykkur vel.
Þó ég hafi ekki komið í heimsókn til ykkar þá hafið þið verið í huga mér.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

12 Responses to Pælingar og enn meiri pælingar.

  1. Guðbjörg Stefáns says:

    :o)
    Ha ha, ég veit…. :o)

  2. þórunn says:

    Þú ert þó ekki að hugsa um að færa þig um set, flytja til Reykjavíkur eða bara til Portúgal. Þú tekur örugglega rétta ákvörðun þegar að því kemur. Gangi þér vel Ragna mín,
    Þórunn

  3. hús!?
    Ætlar þú að kaupa lítið hvítkalkað hús á suðurslóðum? Ég er forvitin, svo ekki draga okkur bloggvini þína lengi…please. Kær kveðja

  4. Sjálf says:

    Gaman að sjá hverjar tillögurnar verða. Hafið biðlund – skýringin kemur.

  5. Linda says:

    Ég giska á það sama og Þórunn, brottflutningur..
    Ég held erlendis..

    En spennó..

    Kærar kveðjur og til hamingju með ákvörðunina..
    Linda

  6. afi says:

    Allar stórar ákvarðanir geta verið erfiðar hvort sem um er að ræða ný íbúð og flutningur frá stað sem manni líkar vel við, eða þá breitingar á allt öðru sviði. Eflaust hefurðu nú þegar valið og vonar afi að það verði þér til heilla, hver sem ákvörðunin kann að vera.

  7. Svanfríður says:

    Ragna mín-þú ætlar þó ekki að leggjast í barneignir???:)
    …að öllu gríni slepptu. Mér dettur ekkert til hugar nema það þó að þú ætlir að koma þér upp einhverskonar fyrirtæki þar sem þú munt ..æ, ég hef bara ekki grænan grun.
    Farðu vel með þig og ég er spennt fyrir þína hönd. Svanfríður

  8. Svanfríður says:

    Ætlarðu að flytja til Portúgal?

  9. Hulla says:

    Veit, veit.
    :o)
    Ég veit muhahaha
    Vildi samt að ég vissi ekki, þá gæti ég látið mig dreyma um að þið væruð að flytja til Dk, já eða jafnvel Portúgal 🙂

  10. Svanfríður says:

    Ok-skv Hullu ertu ekki að flytja til portúgal. Þú ert að leita að fallegu brúðardressi á netinu því þið Haukur ætlið að gifta ykkur!!! (ég held samt að þetta sé ekki svarið)
    Þú ert að fara stofna fyrirtæki. ÉG stend við það. Þú ætlar ekkert að flytja. Og nú er ég hætt að koma hér inn:) allavega á meðan þessari færslu stendur yfir:)

  11. Ragna says:

    Ha,ha, mikið er gaman að fylgjast með bollaleggingunum ykkar. Ég er að hugsa um að pína ykkur enn um sinn, kannski fram að helgi.
    Kannski gengur dæmið upp í þessari umferð og kannski ekki, eins og verða vill á venjulegum prófum.

  12. Þórunn says:

    Nú er að færast fjör í leikinn, þeir sem lesa mitt blogg geta séð að nú er Austurkot í Portúgal til sölu!!! Hver ætli sé að hugsa um að kaupa það? Bara smá grín til að gera ykkur forvitnari.

    Þórunn

Skildu eftir svar