Dugleg stelpa í dag.

Mikið rosalega er ég nú búin að vera dugleg í dag. Maður verður að hæla sér sjálfur ef ekki vill betur til.  Ég var nú vöknuð og komin fram um klukkan sjö og datt í hug að skoða vel hvað væri í frystiskápnum því best væri að vera búin að klára sem mest úr honum fyrir flutningana. þá fann ég helling af niðurskornum  rababara sem átti að gera sultu úr í haust en ómyndarskapurinn hefur greinilega verið svo mikill þá ,að pokinn var enn í frystinum. Ég réðst því á þennan poka með  þremur kílóum af rababara. Ég átti sem betur fer sykur svo ég skellti þessu öllu í pott og fór að sulta, mitt í því að pakka niður  fyrir flutning og eiga eftir að pakka niður fyrir ferðina í næstu viku. Ég setti svo bara á fyrsta straum á meðan ég fór í sjúkraþjálfun og hélt svo áfram að sjóða þegar ég kom heim og um hádegi var allt komið í nýþvegnar sjóðandi heitar krukkur. Auðvitað held ég að ég sé alveg galin því  ég átti vitanlega  bara að henda þessu en þetta er allra fínasta sulta og mun sóma sér vel í skápnum í Fensölunum.  Svo fór ég  seinni partinn í dag, eftir smá litaskerpingu á snyrtistofu og gekk frá kaupsamningi fyrir nýju eigendurna að húsinu – fyrrverandi mínu og síðan kláraði ég að pakka leirtaui og öðru úr stofunni í kvöld.

Svo hef ég auðvitað drukkið görótta drykkinn við kvefinu svo stíft að ég hugsa að hvítlaukslyktin fari aldrei af mér.  Það er spurning hvort mér verður hleypt inn í flugvél á næsta miðvikudag, ef ég held þessari drykkju áfram fram yfir helgi.  Ég er að vona að þegar ég vakna í fyrramálið þá verði kvefið sem kraumar ofaní mér horfið.
Það á alltaf að vera bjartsýnn – er það ekki?

Nú er mál að slökkva á tölvunni og segja   GÓÐA NÓTT.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Dugleg stelpa í dag.

  1. Sigurrós says:

    Jáá… þegar ég hringdi í þig í dag þá bjóst ég satt að segja ekki við að þú værir að búa til sultu á háannatímanum 😉 En það verður frábært að líta við í Fensölunum og fá nýbakaðar lummur með rababarasultu, nammi namm! 🙂

  2. Laufey Sigurðardóttir says:

    Til hami ngju…
    að vera strax búin að selja. Aldeilis mikið að gerast hjá ykkur. Hér er allt búið að vera á fullu var að flytja 1 febr. skifti á húsinu á íb. svo við mættumst á bílaplaninu með flutningabílana. Held að það verði ekki gert aftur. Alltof erfitt að vera að flytja með allt í einni ferð. Bara rugl hálf búslóðin hjá foreldrum mínum og Villu, Erum semsagt að mála allt með mublurnar útum allt. En það gengur saman á endanum. Vonandi hahaha..En gangi þér vel í flutningunum Ragna mín. Kveðja Laufey.

  3. Ingunn says:

    Góðaferð
    Sæl Ragna mín,
    ‘Eg fékk pakkan frá þér í dag, kærar þakkir, mjög fallegt.’Eg vona að ég fái að smakka á sultunni þegar ég kem heim. Óska ykkur góða ferð og hlakka til að hitta ykkur þegar ég kem heim.Bless, bless Ingunn

  4. þórunn says:

    Jákvæður kraftur
    Þarna er sannarlega á ferðinni jákvæður kraftur, sem fylgir því að vinna í því sem hugurinn stendur til. Við erum að lesa bókina Leyndarmálið, þar sem þessu er lýst svo vel. Mér skilst að það sé verið að sýna bíómyndina um þetta leyndarmál á íslandi það er örugglega fróðlegt að sjá hana.
    Gangi þér vel, þetta er fínt hjá þér.
    Kveðja úr sumrinu í Portúgal
    Þórunn

  5. Linda says:

    Það er aldeilis krafturinn í kellu!!!
    Nú hlakka ég til að koma heim í sumar og með lítinn snáða í eftirdragi og kíkja í heimsókn og fá jafnvel að smakka á sultunni.. hér hef ég ekki fundið rabbabarasultu ennþá.. enda eru þær heimagerðu þær bestu..

    Og ég man líka þegar ég var lítil stelpa, að þá sauð langamma mín oft rabbabara graut og muldi tvíbökur ofan í..
    MMmmmm, góðar minningar..
    Það er orðið ansi langt síðan ég hef fengið svoleiðis góðgæti.. kannski það verði sett á óskalistann þegar ég kem heim næst..

    Bestu kveðjur,
    Linda

  6. Kolla frænka says:

    Til hamingju!!
    Til hamingju kæra frænka með nyju íbúðina! það verður gott að fá þig aftur í bæin…..

Skildu eftir svar