Það er eins og gerst hafi í gær.

Já þeir eru ljóslifandi fyrir mér dagarnir sem barnabörnin mín hafa litið sitt fyrsta ljós í þessum heimi.  Fyrir nákvæmlega ári síðan þá var einn slíkur dagur, því þann 10. mars 2007 þá fæddist þeim Sigurrós og Jóa lítil stúlka. Hún olli okkur nokkrum áhyggjum til að byrja með því daginn sem hún fæddist kom í ljós að hún var með hjartagalla en mín var nú ekki á því að láta það hafa áhrif á sig og sigraðist fljótt algjörlega á þeim ágalla og er nú alheil og farin að ganga á sínum tveimur litlu fótum.  Litla stúlkan var skírð eftir ömmunum sínum og heitir Ragna Björk, og auðvitað er hún alltaf kölluð báðum nöfnunum og ömmurnar alveg að springa úr monti yfir litlu duglegu nöfnunni sinni.  Hún á sína eigin heimasíðu sem hægt er að sjá með því að smella á nafnið hennar.

í gær fórum við í Kópavoginn til þess að vera í fyrsta afmælinu hjá litlu heimasætunni í Arnarsmáranum. það var tekið smá forskot á sæluna og afmælið haldið á sunnudegi þegar allir eru í fríi, í stað þess að bíða til morguns.

Hér er mín með dúkku sem skellihlær þegar snuðið er tekið úr munninum á henni.
Afi Haukur stóðst ekki mátið á Tenerife og tók litla hláturgripinn með sér heim.

rbj1.jpg

og hér er mín með mömmu og pabba að blása á fyrsta afmæliskertið sitt
og tvö elstu barnabörnin mín standa hjá.

rbj12.jpg

Um hádegi í dag, rétta afmælisdaginn hennar nöfnu minnar, fáum við Haukur svo afhenta nýju íbúðina í Fensölunum svo það er mikið að gerast þessa dagana.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Það er eins og gerst hafi í gær.

  1. Hulla says:

    Þú átt svoooo falleg barnabörn. Til lukku með Rögnu 🙂
    Vildi að ég væri á landinu til að hjálpa ykkur með að flytja.
    Sendi ykkur í staðinn okkar bestu kveðjur og óskir um að allt gangi ljómandi vel.
    Knús og kossar frá okkur öllum.

  2. Svanfríður says:

    Mikið er ríkidæmi þitt mikið og fallegt. Til hamingju með stúlkuna. Og til hamingju með íbúðina. Koss og knús til þín.

  3. þórunn says:

    Góður dagur
    Hjartanlega til hamingju með nöfnu þína, hún er yndisleg. Og auðvitað samgleðjumst við ykkur líka með að fá íbúðina afhenta. Þetta eru spennandi tímar, ég hlakka til að sjá myndir af íbúðinni þegar þið verðið flutt inn.
    Bestu kveðjur frá Portúgal
    Þórunn og Palli

  4. afi says:

    Hamingja
    Til hamingju með Rögnu Björk. Það er fallegt nafn sem hæfir fallegri stúlku. Mörgum sem eru komin á okkar aldur, finnst ríkidæmið felast í barna börnunum. Enda er þeirra framtíðin og heimsins eina von. Það er ekkert lítið sem lagt er á þeirra herðar.

  5. Linda says:

    Til hamingju með litlu nöfnuna.. mikið óskaplega er hún falleg og orðin stór..

    Velkomin heim líka Ragna mín og til hamingju með afhendingu íbúðarinnar..

    Bestu kveðjur

Skildu eftir svar