Síðasta nóttin hér.

Þá er dagur að kvöldi kominn og tvær mannverur 60+ leggjast til hvílu frekar þreyttar en spenntar fyrir morgundeginum.  Við náðum að mála loft og veggi í öllu nema gestaherbergi og þvottahúsí, á tveimur dögum – geri aðrir betur. Mest mæddi nú á Hauki því ég átti tíma hjá augnlækni í gær og heimsóknin sú tók þrjá klukkutíma.  Nú er allt orðið klárt hér, búið að aftengja vélar og  gera alla stóru hlutina klára fyrir morgundaginn.  Það er verst að við verðum fáliðuð hér í Sóltúninu, en sem betur fer gat ég keypt aukamann með bílstjóranum sem hjálpar hér en hefur ekki tíma til að koma með í bæinn. Sigurrós er búin að skipulegga móttökurnar í Fensölunum svo þar ætti að bíða lið vaskra manna.

Ég pantaði flutning á símanum og þar með ADSL- inu í dag, en var sagt að það gæti tekið 3 – 5 daga svo ég er ekkert allt of bjartsýn á að það verði komið fyrir páska á nýja heimilið, ef marka má aðra þjónustu hjá þeirri ágætu stofnun SÍMANUM.  Ég verð kannski ekki í miklu sambandi á næstunni,  nema auðvitað að þeir bregðist fljótt við hjá Símanum og komi mér í samband fyrir páska 🙂

Það er gaman að vita að þið eruð að fylgjast með okkur og eruð hér í huganum – alltaf gott að vita af góðum hugsunum.  Ég veit að þið sem búið í fjarlægum löndum væruð komin hlaupandi að hjálpa ef úthöfin skildu okkur ekki að.

Góða nótt mín kæru og gleðilega páska ef ég verð ekki komin í samband við ykkur fyrir þann tíma.

Bless héðan úr Sóltúninu. Hittumst heil í Fensölum.

P.S. Það eina sem ég er óánægð með er nafnið á götunni. Ætli ég verði ekki að biðja um fund með herra Gunnari Birgissyni og biðja um að nafninu verði breytt í Björtusali.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

10 Responses to Síðasta nóttin hér.

  1. Sigurrós says:

    Björtusalir eru því miður þegar komnir í Salahverfið 🙁 En þú getur kannski fengið Gunnar til að breyta nafninu í Danssali! Það myndi nú aldeilis henta ykkur vel að búa í Danssölum 😉

  2. þórunn says:

    það er best að leggja orð í belginn, svo þú sjáir að ég fylgist með. Ég skil spennuna hjá ykkur en mikið verður gaman þegar allt ykkar „hafurtask“ verður komið í Fensalina. Ég er alveg sammála með nafnið á götunni, það mætti vera bjartara. Talaðu endilega við Gunnar, hver veit nema hann tæki tillögu þinni vel.
    Góða helgi og gleðilega páska ef þú verður ekki komin í samband.
    Þórunn, Palli biður að heilsa.

  3. Linda says:

    Það máttu alveg vita Ragna mín, að ég yrði ekki lengi að keyra yfir heiðar og hraun til að koma og aðstoða.. En því miður er ég föst hér í Ameríku, eins og er..
    Er hins vega á leiðinni til Guate eldsnemma á mánudagsmorgun.. Tilhlökkunin er orðin ægileg..

    Mér lýst ansi vel á nafnið Danssalir.. Snilldarhugmynd..

    Bestu kveðjur yfir til ykkar..
    Linda

  4. Guðlaug Hestnes says:

    gott
    Þetta skotgengur hjá, en passið ykkur á að ofgera ykkur ekki. Innilega til hamingju og gleðilega páska.

  5. Palli says:

    Velkomin
    Sæl Ragna og Haukur frændi.
    Ég óska ykkur til hamingju með nýju íbúðina og vona að ykkur eigi eftir að líða vel þarna um ókomin ár.
    Kær kveðja
    Palli

  6. Svanfríður says:

    Jú, það segirðu satt, ef ég gæti og Bert líka þá værum við komin að hjálpa…alltaf gaman að taka þátt í fæðingu einhvers nýs.
    Gangi ykkur allt í haginn og ég hlakka til að sjá myndiraf nýja staðnum. Heimili fullt af hamingju, þess óska ég ykkur áfram.

  7. afi says:

    Gott gengi
    Það er aldeilis gassagangur á ykkur. Til hamingju með nýja heimilið og gleðilega páska. Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir.

  8. þórunn says:

    Spennan vex
    Nú er ég að verða verulega spennt að sjá næstu skilaboð. Vonandi styttist í það en ég veit auðvitað að þið hafið nóg annað að gera en skrifa í dagbókina.
    Þangað til næst, líði ykkur vel,
    Þórunn

  9. Komin
    Já nú erum við komin í Fensalina og tölvusambandið var að koma á rétt í þessu. Tölvan mín blessuð er þó ekki komin hingað og ég er að hugsa um að breyta kannski yfir í fartölvu svo það verður kannski einhver bið á að ég geti sett inn færslu. Ætla Þó að spyrja Sigurrós og Jóa hvernig ég get reddað því

  10. Komin
    Já nú erum við komin í Fensalina og tölvusambandið var að koma á rétt í þessu. Tölvan mín blessuð er þó ekki komin hingað og ég er að hugsa um að breyta kannski yfir í fartölvu svo það verður kannski einhver bið á að ég geti sett inn færslu. Ætla Þó að spyrja Sigurrós og Jóa hvort ég get reddað því hérna í fartölvunni hans Hauks.
    Ég þakka ykkur fyrir að hafa verið að fylgjast með. Við erum mjög ánægð og erum óðum að koma okkur fyrir. Þið fáið fréttir fljótlega aftur. Vonandi líður ykkur öllum vel og GLEÐILEGA PÁSKA ef ég næ ekki sambandi fyrr.

Skildu eftir svar