Örfréttir.

Nú fer að styttast í að ég afhendi íbúðina á Selfossi og sé endanlega flutt. Við höfum verið eins og jójó á milli Selfoss og Kópavogs undanfarið að sækja dót og á annan í páskum hjálpaði Guðbjörg mér að byrja að gera hreint og þar sem hún er mikil valkyrja til verka þá fórum við langt með það. Enn á þó eftir að taka dót úr bílskúrnum og ganga endanlega frá fyrir afhendinguna 1. apríl. Ég á líka eftir að selja fína Gram kæliskápinn minn sem ekki passar hérna í Fensalina og frystiskápinn sem ég hef ekki pláss fyrir. 

Við náðum að koma íbúðinni hérna að mestu í stand fyrir páskana en gestaherbergið er hálfgerð ruslakista ennþá.  Við eigum eftir að komast í Ikea og kaupa skáp fyrir það sem ég hafði í stóra tölvuskápnum sem ég skildi eftir fyrir nýja eigendur á Selfossi og hillur og svoleiðis til þess að endanlega verði hægt að koma gestaherberginu einnig í fínt stand. Það er því ekki tekið á móti gestum til gistingar hjá okkur í Fensölunum eins og er, en það er ekki langt í að svo verði. Fljótlega eftir helgina set ég vonandi inn nokkrar myndir og kíki sjálf í heimsóknir til ykkar út um allan heim.  Aðstaðan mín núna er sú að ég hef tölvuskjáinn á saumaborðinu mínu í eina herberginu sem enn er fullt af kössum og dóti, þar sit ég með lyklaborðið á lærunum. Ég vil hinsvegar njóta þess betur að fara í tölvuna og láta fara ögn betur um mig. Maður er nú svoddan prinsessan á bauninni.

Kær kveðja til ykkar allra sem hér lítið inn.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Örfréttir.

  1. Ingunn says:

    Langar bara að benda þér á að selja á barnalandi, það er algjör snilld. Ég seldi allt sem mig langaði til að selja áður en við fluttum út á nokkrum dögum.

Skildu eftir svar