Góð helgi.

Á laugardaginn komu dæturnar mínar, tengdasynir og barnabörnin í heimsókn, allir nema Oddur minn, en amma skildi það vel að hann langaði meira til að hitta vin sinn sem var að flytja á Eyrarbakka. Honum var boðið í fyrstu heimsóknina þangað og  til að gista. Svo var fleira spennandi því vinurinn var að eignast hund sem Oddur hafði ekki séð. 

Jói var nú mestalla heimsóknina að gera klára nýju tölvuna sem ég var að kaupa mér. Ég er nefnilega ekki með sömu tölvuaðstöðu hérna á nýja staðnum og í Sóltúninu, svo ég minnkaði umfangið á tölvunni og fékk mér góða fartölvu.  Í þessum töluðu orðum sit ég með hana á hnjánum og horfi svo með öðru auganu á sjónvarpið.
Ég er svo montin að hafa minnkað mynd til að setja hérna á síðuna og komið henni á réttan stað því þetta Windows Vista er nokkuð frábrugðið því sem ég hef notað og ég átti eftir að fá leiðbeiningar hjá Sigurrós.  Svo er aftur spurning hvort ég ramba á þetta aftur næst.

heimsokn1.jpg

Við vorum svo eitthvað að stússa hérna eftir hádegið á sunnudaginn þegar dætur Hauks og Leonóra afastelpa hringdu og komu svo í kaffi til okkar.  

Já helgin var góð og mikið er nú alltaf gaman að fá gesti.

Jæja nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra en staðfesta og sjá hvernig þessi fyrsta færsla kemur út í nýju tölvunni. Svo er best að horfa á nýja þáttinn af LOST, með báðum augum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar