Túristadagur í dag.

Við Haukur ákváðum í morgun að nú færum við í túristaferð til Reykjavíkur í dag. Við drifum okkur um hádegi og byrjuðum reyndar á að fara í Fossvogskirkjugarðinn til að huga að leiði foreldra minna, ég hef alltaf verið búin að þessu fyrir 17. júní en „sorry“ ég átti það eftir. Síðan lá leiðin niður í miðbæ þar sem við skoðuðum þessi frábæru myndverk sem eru til sýnis á Austurvelli. Takk Sigurrós fyrir að benda okkur á að skoða þetta. Það lá svo beinast við að fá sér kaffi og með því í Ráðhúsinu og horfa á bra, bra með ungana sína á tjörninni. Síðan fórum við í Blómaval og keyptum blóm til að fara með í Gufuneskirkjugarðinn sem varð okkar næsta stopp. Þegar við vorum búin að gera fínt þar fórum við til Rutar og drukkum þar aftur kaffi og með því. Alltaf gott að koma til Rutar og við vorum svo heppin að Smári var óvenju snemma heim úr vinnunni þannig að við hittum hann líka. Karen var heima þegar við komum og Kolla var þar með strákana svo við hittum megnið af fjölskyldunni. Síðan komum við aðeins til Sigurrósar og Jóa, en stoppuðum stutt því Sigurrós var svo til á leiðinni út þegar við komum.


Nú lá leiðin aftur í sveitasæluna en Hauki fannst að við ættum að túristast svoldið meira svo við fórum á Kentucy og fengum okkur kjúkling. Nú erum við hinsvegar komin í sælureitinn og ég búin að labba um pallinn minn og skoða blómin. Veðrið er alveg yndislegt frekar hlýtt og alveg stafalogn. Við ætlum að setjast út á eftir og fá okkur kannski einn bjór, já svei mér þá, ég líka, Þetta er nú túristadagurinn.


–  Við drifum Eddu og Jón yfir til  þess að drekka einn bjór með okkur á pallinum en við færðum okkur nú inn þegar fór að koma regnúði. –


Fínn dagur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar