Á morgnanna þegar ég vakna allt of snemma þá er gott að lúra með MP3 spilarann sinn og hlusta á útvarpið. lusta ég þá yfirleitt fyrst á endurtekið efni á Útvarpi Sögu og síðan eftir klukkan sjö á lestur úr leiðurum blaðanna á RUV. Oft kemur það þá auðvitað fyrir að ég dotta á milli,sem er svo sem hið besta mál, nema hvað þá missi ég stundum af því úr hvaða blöðum er verið að lesa. Það gerðist nú einmitt í morgun þegar talað var um að fólk ætti að passa sig á innheimtufyrirtækjum sem mökuðu krókinn og högnuðust á eymd þeirra sem í góðri trú nýttu sér góðærið en hafa síðan ekki getað borgað skuldir sínar.  Orðalagið var kannski ekki nákvæmlega þetta en innihaldið vissulega. 

Ég er auðvitað sammála því að enginn eigi að hagnast á eymd annarra. Hinsvegar finnst mér mikið vanta uppá að fólki sé gert skylt að taka ábyrgð á sjálfu sér og sínum gerðum og hætta að lifa um efni fram.  Maður verður einfaldlega að sætta sig við það að geta ekki eignast þá hluti sem maður hefur ekki efni á. Það er ekki hægt að kenna neinum um nema manni sjálfum ef maður tekur stór neyslulán bara af því að þau eru í boði og mann langar svo rosalega í eitthvað sem maður hefur engan veginn efni á, en þetta hljóti að reddast þegar að skuldadögunum kemur.  Svo kemur að skuldadögunum og þeir sem upphaflega áttu peningana vilja nú fá sitt til baka eins og umsamið var.  Æ,  þá er bara minna en enginn peningur til. Það var nefnilega einhvern veginn aldrei neitt umfram til þess að leggja til hliðar til að borga lánið með og svo hafði líka bættst við svo hár VISA reikningur eftir grand utanlandsferðina og sérsmíðuðu innréttingarnar í nýja stóra einbýlishúsið urðu margfalt dýrari þegar upp var staðið en upphaflega var ráðgert – en þær eru samt rosalega flottar.

Hvað gerist nú. Jú,  þeir sem ekki fá útistandandi skuld sína greidda eftir að hafa ítrekað sent úr rukkunarbréf leita á náðir innheimtufyrirtækja til þess að fá sitt til baka 

og það var sko ekki til Það á ekki að venja sig á það að fá allt sem mann langar í án þess að eiga fyrir því eða svo mikið sem sjá fram á að eiga nokkurn tíman fyrir því er ekki alltaf hægt og treysti ekki alltaf á það að aðrir hljóti að draga mann upp ef maður stekkur út í skuldafen af því að mann langi svo rosalega í eitthvað sem maður á ekki til peninga fyrir.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar