Nóg að gera og gaman að vera til.

Mikið er nú gaman að fylgjast með sólinni hækka á lofti og daginn lengja.

Við erum alltaf öðru hvoru að skreppa í bíltúra og skoða ný hverfi og það er sko nóg af þeim. Það er alveg ótrúlegt hvað það er búið að byggja mikið t.d. í Garðabænum í svokölluðu bryggjuhverfi og einnig í gamla bænum í Hafnarfirði. Ég er sjálfsagt eitthvað skrýtin, en þessi fjölíbúðahverfi freista mín ekki og alveg ótrúlegt hvað það er þröngt á milli þessara stóru húsa – allt hvað ofaní öðru. Það virðist svo að það séu bara íbúðirnar sem snúa að sjónum sem hafa eitthvert útsýni en hinir sjái bara inn í næstu blokk.  En eins og alltaf,  þá er smekkur fólks mismunandi og maður getur ekki hugsað allt út frá sjálfum sér.   Það sem við undrumst mest þegar við ökum um þessi nýju hverfi er hvað byggingarmagnið er rosalegt. Mikið stendur af auðum íbúðum bæði þarna og annarsstaðar og það er fróðlegt að vita hvað gerist nú þegar samdráttur verður á þessum markaði. Það hlýtur að verða samdráttur hjá byggingaraðilum það er bara ekki spurning.

Við fáum alltaf öðru hvoru góða gesti og nú síðast komu Bjarni bróðir Hauks og Margrét kona hans og borðuðu með okkur á föstudagskvöldið.  Svo komu mæðgurnar úr Arnarsmáranum í smá sunnudagsheimsókn í morgun á meðan pabbinn var í einhverri tölvureddingu.

Núna er Haukur í sundlauginni  en ég ákvað að nota tímann til þess að skrifa vinkonu minni í Englandi sem var að eignast barnabarn. Mér fannst hinsvegar endilega að ég Þyrfti að byrja á því að setja nokkur orð inn á síðuna mína en þar sem klukkan tifar og við erum að fara í afmæli til Leonóru afastelpu klukkan þrjú, þá er best að skella sér yfir í bréfaskriftirnar núna.

Ég sendi góðar kveðjur út og suður og munum að njóta hvers annars og þess sem í kringum okkur er.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar