Að sofa hjá.

Já nú rekur ykkur sjálfsagt í rogastans yfir því hvað gamla konan muni nú bera á borð fyrir ykkur.

Þannig er að ég á mág (bróðir Odds heitins), sem er einstaklega mikill grallari og orðheppinn.  Mér finnst það allavega þegar brandararnir eru ekki á minn kostnað, ha.ha. ´

Við vorum að tala saman í síma um daginn, en þá var Sigurrós að koma úr æðahnútaaðgerð. Loftur hafði farið í slíka aðgerð og konan hans á undan honum.
Hann sagði að þegar hann fór í aðgerðina og var lagstur á skurðarborðið og læknirinn og svæfingalæknirinn stóðu yfir honum tilbúnir að hefjast handa, þá hafi hann sagt  við svæfingalækninn:  "Já, konan mín bað kærlega að heilsa þér. Hún segir að það hafi verið alveg rosalega gott að sofa hjá þér"  Þá sagði skurðlæknirinn: " Aldrei fæ ég svona kveðjur". 

  Já svona er nú það – Það er misgott að sofa hjá ….

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Að sofa hjá.

  1. Sigurrós says:

    Hann Loftur er nú alveg stórkostlegur 😉 Það væri hægt að fylla heila bók með gullkornunum hans!

  2. Rakel says:

    Er „lúftgítarinn“ frægi ekki líka skírður eftir honum…? 🙂

  3. Sigurrós says:

    Hehe, það kæmi mér ekki á óvart 😉

Skildu eftir svar