Töfratréð.

Töfratré – undur vorsins eins og þetta fallega tré kallast, er eina lifandi jurtin sem ég tók með mér úr Sóltúninu til þess að gleðja mig í nýju heimkynnunum. 
Töfratréð mitt er nú hérna á svölunum hjá mér og skartar um þessar mundir bleikum fínlegum blómum sem ég fylgist með á hverjum degi og það sem meira er, það minnir á góðan gefanda, en það var einmitt góður bloggvinur sem gaf mér þessa fínlegu og fallegu plöntu.

tofratre1.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Töfratréð.

  1. Vorið
    er svo sannarlega handan við hornið. Hjásofelsisfrásögnin var fyndin! Kveðja í bæinn.

Skildu eftir svar