Smá fréttir af þeirri gömlu

Loksins er ég búin að koma mér upp smá tölvuaðstöðu í einu horninu hérna í gestaherberginu. Ég fékk mér fartölvu og hélt að ég þyrfti ekki annað en setjast með hana á hnén einhversstaðar sem ég tyllti mér niður, en þannig fann ég mig ekki í að gera annað en flakka aðeins um netið og  komst ekki í stuð til að setja neitt inn á síðuna mína. Nú stendur þetta vonandi til bóta.

Annars væsir sko ekki um okkur hérna í Salahverfinu og okkur líður mjög vel í nýju íbúðinni. Þið sjáið nú bara hvað Haukur hefur það fínt þar sem hann situr og horfir á fréttirnar í sjónvarpinu.

afi6.jpg

Haukur er byrjaður á fullu í líkamsræktinni og er búinn að æfa síðan við fluttum. Hann er mjög ánægður með alla aðstöðu hérna í Versölum og elskar að frara í heitu pottana og gufuna í Salalauginni eftir æfingarnar. Ég keypti mér líka kort um leið og Haukur en hef ekkert getað notað mér það, því ég hvorki get eða má fara í líkamsrækt á næstunni. Ég var nefnilega svo ógætin í flutningunum að ég sit uppi með brjósklos. Ég kom þó ekki nálægt því að bera stóra og þunga hluti en allur kassaflutningurinn okkar og bogrið við  þetta allt saman var bara alveg nóg fyrir  þá gömlu.  Ég verð bara að vera þolinmóð því það getur tekið tíma að verða góð aftur. Það kemur svo í ljós eftir segulómunina sem ég er að bíða eftir, hvernig þetta brjósklos er og þá verður kannski betra að meðhöndla það.  Fram að þeim tíma þarf ég bara að fara eftir því sem mér er ráðlagt og vera þæg –  Það er bara verst að ég er ekki þæg að eðlisfari og finnst óþolandi að vera alltaf að biðja um hjálp við það sem ég er vön að gera sjálf, svo áður en ég veit er ég bara farin að gera það sem bannað er. Skamm – skamm!

Svo ég vaði nú úr einu í annað, þá eru spennandi tímar framundan því Guðbjörg og Magnús Már eru búin að setja húsið sitt á Selfossi í sölu og ætla að flytja í bæinn svo Magnús þurfi ekki að keyra fram og til baka til Reykjavíkur til þess að komast á nýja vinnnustaðinn sinn í Borgartúninu. Svo eiga þau eftir að finna eitthvað nógu stórt  húsnæði með fjórum svefnherbergjum hérna á höfuðborgarsvæðinu.  Það væri nú ekki verra ef þau kæmu líka í Kópavoginn svo við væru allar mæðgurnar í sama bæjarfélaginu.

Nú er ég búin að setja þetta inn í áföngum og mál að hætta í bili. 

Lifið heil kæru bloggvinir og allir hinir.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Smá fréttir af þeirri gömlu

  1. þórunn says:

    Afslöppun
    Það er enginn vafi að lífið er notalegt og afslappað hjá ykkur.
    Það var gaman að sjá ykkur og heyra á Skype í gær, við endurtökum það fljótlega.
    Eigið góðan 1. maí.
    Kveðja, Þórunn

  2. Hulla says:

    Vertu þæg!
    Nú skalt þú bara gjörasvovel að hlýða því sem læknarnir segja þér að gera 🙂
    Gott að heyra að allt gengur vel og að pabbi sé að missa sig í ræktinni.
    Er kallinn ekkert að fara að blogga? ´
    Líði ykkur sem best.
    Ástarkveðjur Hulla og co

  3. Svanfríður says:

    Blessuð Ragna mín. Þetta lítur alveg ljómandi út hjá ykkur. Ég kom í Salahverfið um daginn en ég hætti við að hafa uppi á þér því eftir þá heimsókn sem ég var í þá var Natti orðinn veikur og Eyjólfur orðinn afar þreyttur þannig að ég sendi þér bara fallegar hugsanir. Ég kem næst, segjum það bara:)
    Hafðu það gott og vonandi líður þér skár í bakinu.Svanfríður

Skildu eftir svar