7-9-13

og bankað þrisvar í tré svona til öryggis. Ég held nefnilega að ég sé að lagast í bakinu – loksins. Ég hef verið áberandi betri síðustu daga og vona að framhald verði á.

Hann litli nafni minn er hinsvegar búinn að vera svo hundlasinn eins og mamma hans lýsir hér.   Oddur og Karlotta komu óvænt til ömmu í gær því það þurfti að fara með litla snúð á Barnadeildina á Landspítalanum til þess að fá næringu í æð því hann var orðinn svo máttfarinn af fjárans magapest sem hefur verið að herja á hann. Það á ekki af honum að ganga því hann hefur verið meira og minna lasinn seinni partinn í vetur og átti að fá rör í eyrun á morgun því hann er alltaf að fá eyrnabólgu, en þá kom þetta upp.  Ég vona svo sannarlega að hann fari nú að verða frískur og verði fljótt aftur sami orkuboltinn og hann hefur verið. Ég hitti hann aðeins í dag og þá var hann ennþá ósköp fölur og laslegur þessi elska. en vonandi verður hann orðinn hress á morgun.

Þið sem hafið lesið færsluna hennar Guðbjargar hafið líklega tekið eftir annarri frétt líka.

Fjölskyldan í Grundartjörninni er að flytja í næsta hverfi við okkur hérna í Kópavoginum um næstu mánaðamót. Þetta hefur nú staðið til í nokkurn tíma en er nú orðið að veruleika. Þá verðum við mæðgur allar sameinaðar hérna í Kópavoginum – reyndar í sitthvoru hverfinu en það er stutt á milli.  Það er því ekki hægt að segja annað en að ég er

LUKKUNNAR PAMFÍLL

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to 7-9-13

  1. Hulla says:

    Frábært
    Æðislegar fréttir. Banka í tré fyrir þig, just in case.
    Og vona að þið mæðgur komið til með að hafa það býsna huggulegt saman. 🙂
    Ástar og saknaðarkveðjur héðan.

  2. Svanfríður says:

    Já, þú ert sko sannkallaður lukkunnar pamfíll, til hamingju með að hafa stelpurnar þínar nálægt þér.
    Ég sendi batakveðjur á litla mann, vonandi fer honum að heilsast betur.
    Kærar kveðjur,Svanfríður

  3. Ó þú…
    ert lukkunnar pamfíll, og best að heyra að bakið er að skána. Farðu samt ekki offari. Kær kveðja í bæinn

  4. Ragna says:

    Takk fyrir kveðjurnar. Já ég vona svo sannarlega að hann nafni minn fari að hressast.

Skildu eftir svar