Eitt það versta sem ég veit

er að fá magapestir. Ég fæ þær reyndar mjög sjaldan en verð mjög veik þegar ég fæ slíkar pestir.  Ég er einmitt í dag að ná mér eftir eina all hastarlega. Það er ekki hægt að hugsa sé verra og ógeðfelldara ástand en það, þegar það gengur upp úr manni og niður á sama tíma. Ekki nóg með það, heldur varð ég eftir hverja törn að liggja góða stund á baðgólfinu og jafna mig á meðan allt hringsnerist fyrir augunum Því ekki vildi ég líða út af og detta á eitthvað og slasa mig. Sérstaklega þegar maður er einn heima og enginn sem kemur til hjálpar.  Haukur var svo heppinn í óheppni minni, að vera austur á landi þegar ósköpin dundu yfir, en kom heim í restina og gat náð fyrir mig í orkudrykki og annað sem mér var ráðlagt til þess að safna kröftum.  Ég held nú orðið því sem ég læt ofan í mig en matarlystin er ekki upp á marga fiska ennþá. Ekki trúi ég þó að ég verði í marga daga lystarlaus – það er þá eitthvað nýtt að ég fái ekki matarlystina aftur.

Æ hvað þetta er hundleiðinleg lesning.  Ég ætla að bæta um betur og setja inn nokkrar myndir af yngstu barnabörnunum.  það er best að opna nýja færslu, ekkert gaman að setja þær hérna undir ælulýsingarnar. Oj.

Úps, ég var að byrja að vinna myndirnar en held ég hafi ekki orku til að setja þær inn í kvöld. Reyni á morgun.

Góða nótt.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Eitt það versta sem ég veit

  1. Svanfríður says:

    Elsku Ragna mín-vonandi hefur matarlystin sótt þig á nýjan leik og þú orðin hress.Góðar kveðjur úr litlu bláu húsi.

  2. Anna B. Jónsd. says:

    Æ, æ, Didda mín. Hlaut að vera eitthvað að, hef ekkert séð þig eða heyrt. Megi þér ganga sem allra best að ná kröftum að nýju. B.k. Anna Bj

  3. þórunn says:

    Algjör pína
    Þú átt samúð mína alla Ragna mín, svona pestir eru algjör pína. Gott er að heyra að þetta er að ganga yfir svo þú farir að ná þér á strik aftur.
    Bestu kveðjur,
    Þórunn

Skildu eftir svar