Það var aldeilis frábært hjá okkur frænkukvöldið. Við gerðum svaka fínar jólakúlur og borðuðum fínu réttinga sem Selma reiddi fram. Annars vísa ég á bloggið hennar Sigurrósar því hún gerir þessu góð skil með myndum o.fl.


Maður er að komast í hvílíkan jólahug. Ég er búin að  setja upp aðventudótið mitt og núna tók ég alla aðra hluti og pakkaði niður á meðan ég er með jóladótið uppivið. Það er líka alltaf verið að spyrja hvort ég hafi verið að kaupa þetta og hitt því nú njóta hlutirnir sín en er ekki bara troðið innanum og samanvið allt hitt. Ég er búin að setja jólaljós á Syprusana mína þrjá og svo var Haukur að koma heim í kvöld og hann ætlar að setja á þakskeggið. Þá fer þetta nú að verða ágætt. Við erum ekki alveg búin að ákveða hvað við getum hérna garðmegin. Það kemur þá bara í ljós, þ.e.a.s. ef það kemur ljós 🙂


Ég er svona aðeins farin að baka. Mér finnst orðið lang best að eiga kökur til að borða á aðventunni því á jólunum er maður uppteknari af matnum.


Ég held ég hætti að reyna að finna eitthvað til að skrifa um. Ég er hálf andlaus núna. Ég var að fá dapurlegar fréttir um að presturinn okkar og vinur Árni Bergur væri mikið veikur.


Ég bæti við þetta seinna.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to

  1. Edda Garðars says:

    dagbókin
    Didda mín,
    ég var að lesa dagbókina þína frá 3. des. ég heyri að þú ert komin í gott jólastuð, farin að hugsa um bakstur. ég held ég sleppi því að baka, þó veit maður aldrei. Það kemur bara í ljós. Það eru svo ágætir bakarar allt í kringum mann. en það jafnast svo sem ekkert á við heimabakað.
    Langaði bara til að leggja aðeins orð í belg.
    kveðja
    þín vinkona
    Edda G

Skildu eftir svar