Komin skýring.

Já, skýringin er komin á bakveseninu í mér.

Ég  var að fá niðurstöðu úr segulómskoðuninni, sem ég fór í um daginn og lýsingin á því sem að er nær niður heila blaðsíðu.
Þegar læknirinn heilsaði mér áðan, þá spurði hann hvernig ég hefði það. Ég sagði að ég væri nú mikið betri en ég hefði verið um daginn þegar ég kom til hans. 
"Mikið er gott að heyra það" sagði þá doksi með feginleik. Ég sagði bara eins og sauður "Já". Þá sagði hann að bréfið með niðurstöðunni væri nefnilega þannig, að ef ég hefði ekki verið orðin betri þá hefði hann ekki alveg vitað hvað hefði verið hægt að gera fyrir mig. Þetta væri nefnilega nokkuð sem skurðlæknar ættu erfitt með að laga vegna staðsetningarinnar.
Ég er sem sé með brjósklos á þremur stöðum fyrir utan miklar slitbreytingar og allt mögulegt fleira sem ég skil ekki orðalagið á, en ætla að biðja Jakob sjúkraþjálfara að skýra betur út fyrir mér.  Annars breytir það svo sem engu fyrir mig hvað það heitir sem er að, aðalatriðið er að finna einhverja lausn á málinu og kenna mér að hafa hemil á mér og láta mig muna það þegar ég ætla að taka til hendinni, að ég er ekki lengur tvítug með bakið í lagi.

Kær kveðja frá "drottningunni" í Fensölum, sem nú ætlar að nota sér ástandið, sitja bara með blævang og láta stjana við sig,, hí,hí.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Komin skýring.

  1. ja hvur helv..
    segi ég nú bara. Nú verður þú mín kæra að fara að haga þér huggulega! Kær kveðja í bæinn.

  2. þórunn says:

    Skjalfest prinsessa
    Þá ertu komin með það skjalfest að þér er betra að vera þæg og góð, og þarft ekkert að skammast þín fyrir að þiggja hjálp sem örugglega veruð veitt fúslega með glöðu geði. Það er gott að heyra að þú ert öll að koma til og til hamingju með að vera búin að fá Selfossfjölskylduna í nágrennið.
    Bestu kveðjur,
    Þórunn

  3. Kári Freyr says:

    Brjósklos er þegar Brjósk fer að losna frá beinum. (nokkurskonar dempari) sem er á milli allra beina til þess að þau nuddist ekki í hvoru og gefi frá sér nokkurskonar stingandi verki og óþægindi. Svona einfaldasta útskýringin min og ég veit ekki nógu mikið um hitt til að útskýra. (Og veit ekki hvort þess var þörf.)

  4. Ragna says:

    Já Kári minn, brjósklos er þegar hluti af liðþófanum pressast út á milli hryggjaliða og taugar klemmast. Þess vegna verkjar mann stundum meira niður í fæturna en í bakið sjálft. Mér dettur í hug að ég hafi kannski ekki verið nógu dugleg í leikfiminni þegar ég var í skóla, og sé núna að súpa seyðið af því.

Skildu eftir svar