Áfram með Danmerkurferðina.

Þegar við fórum úr sumarhúsinu hjá Guðbjörgu og Magnúsi Má þá komu þau líka og gistu í eina nótt með okkur hjá henni Vitu í Kernebo.
Á laugardeginum bættum við afastrákunum hans Hauks við og allir fóru í Danfoss Universe. það er geysilega skemmtilegt fyrir krakka að valsa þarna um og fá að prufa alls konar tæki og gera tilraunir.

Hér eru þeir Oddur ömmustubbur og Jói afastrákur
að prufa einhverja tilraunina og Magnús Már fylgist með.

danfoss1.jpg

 

Litli snúðurinn er mikill dellukall um bíla og stór vinnutæki þó hann sé aðeins tveggja ára.
Draumur hans um að að stjórna gröfu rættist þarna í Danfoss og hér er hann með pabba
sínum í gröfunni þar sem þeir mokuðu og mokuðu. Krakkarnir fengu öll að prufa líka ein.   danfoss2.jpg

 Svo röðuðu stóru krakkarnir sér á kaðla og með því að toga nógu fast
þá tókst þeim að lyfta bíl.

danfoss3.jpg

Hér erum við svo í Kernebo að setjast
að snæðingi morgunverðar hjá henni Vitu.

kerneb1.jpg

 Mikið er nú gott að vera í hjálsakoti afa.

kerneb2.jpg

Vita bauð okkur Hauki eitt kvöldið með sér á Harmonikutónleika í fallegu rjóðri. Meðferðis hafði hún sessur til að sitja á, teppi til að breiða yfir okkur og síðast en ekki síst, kaffi og heimabakaðar kökur til að gæða okkur á í hléinu. 
Ég tók Videoklipp þarna en kann ekki ennþá að koma því inn á síðuna mína svo ég læt duga að setja hér inn mynd af okkur Vitu og aðra sem sýnir niður í rjóðrið – Þetta er snilldarlega úthugsað, með stöllum til að sitja á og sviðið neðst í rjóðrinu svo allir sjái vel.

kerneb3.jpg
Ég er að taka eftir því núna að það virðast eintómir gráir kollar fyrir framan okkur.
En þetta var nú tekið í byrjun og fleiri áttu eftir að bætast við.

 kernebo3.jpg

Svo kemur í restina mynd af kvöldkyrrðinni sem var svo einstök þegar
við komum heim um kvöldið.

kerneb5.jpg 

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Áfram með Danmerkurferðina.

  1. þórunn says:

    Góð hugmynd að hafa sviðið í botninum á lautinni svo allir sjái vel. Síðasta myndin hjá þér af kvöldkyrrðinni er í einu orði sagt stórkostleg, eins og málverk, það væri flott að prenta hana á góðan pappír og hengja upp á vegg.
    Nú eru gestir hjá okkur svo það er lítill tími í blogg,
    kær kveðja
    Þórunn

  2. Svafríður says:

    Skemmtilegar myndir og sú síðasta af kvöldkyrrðinni er gullfalleg.

Skildu eftir svar